Salman bin Abdul Aziz al-Sád

7. konungur Sádi-Arabíu

Salman bin Abdulaziz Al Sád (سلمان بن عبد العزیز آل سعود á arabísku letri) (f. 31. desember 1935) er konungur Sádi-Arabíu, forsætisráðherra Sádi-Arabíu og verndari hinna tveggja heilögu moska frá byrjun ársins 2015.

Skjaldarmerki Sád-ættKonungur Sádí-Arabíu
Sád-ætt
Salman bin Abdul Aziz al-Sád
Salman bin Abdul Aziz al-Sád
سلمان بن عبد العزیز آل سعود
Ríkisár23. janúar 2015–
SkírnarnafnSalman bin Abdulaziz bin Abdul Rahman bin Faisal bin Turki bin Abdúlla bin Múhameð bin Sád
Fæddur31. desember 1935 (1935-12-31) (88 ára)
 Ríad, Sádí-Arabíu
Konungsfjölskyldan
FaðirIbn Sád
MóðirHassa bint Ahmad Al Sudairi
BörnFahd, Sultan, Ahmed, Abdulaziz, Faisal, Múhameð, Sád, Turki, Khalid

Salman var aðstoðarríkisstjóri og síðar ríkisstjóri Ríad-fylkis í 48 ár, frá 1963 til 2011. Hann var þá útnefndur varnarmálaráðherra ríkisins. Árið 2012 var hann útnefndur ríkisarfi að krúnu Sádi-Arabíu eftir dauða bróður síns, Nayef bin Abdulaziz. Salman var krýndur konungur Sádi-Arabíu þann 23. janúar árið 2015 eftir að hálfbróðir hans, Abdúlla konungur, lést.

Meðal þess sem Sádar hafa gert á konungstíð Salmans er hernaðarinngrip í borgastyrjöldina í Jemen. Sádar hafa einnig kynnt áætlun (Saudi Vision 2030) um að draga úr mikilvægi olíuframleiðslu í sádi-arabíska efnahagnum. Árið 2018 gaf Salman einnig út konunglega tilskipum sem gáfu konum í Sádi-Arabíu ökuréttindi. Sonur Salmans, krónprinsinn Múhameð bin Salman, stóð að baki margra þessara ákvarðana og er af mörgum talinn hinn eiginlegi valdsmaður á bak við krúnuna.

Heimild


Fyrirrennari:
Abdúlla bin Abdul Aziz al-Sád
Konungur Sádí-Arabíu
(23. janúar 2015 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti