Sopaipilla

Sopaipilla, sopapilla, sopaipa, eða cachanga[1] er djúpsteikt brauð í ýmsum útfærslum, ýmist sætt eða ósætt, sem borðað er meðal annars í Argentínu,[2] Bólivíu,[2] Síle,[2][3] Nýja-Mexíkó,[4] Perú[1] og Texas.[5] Í Bandaríkjunum er það oftast borið fram sem eftirréttur, til dæmis með hunangi, sykri eða ís.

Sopaipillas frá Chile með og án chancaca-sósu, sem er sæt sósa, oft bragðbætt með appelsínuberki.

Tilvísanir