Astmi

Astmi (eða asmi) er langvinnur bólgusjúkdómur í lungunum. Þessi sjúkdómur er algengur, einkennin eru mæði, hvæsandi hljóð við öndun, þyngsli fyrir brjósti, og hósti. Einkennin geta komið fram nokkrum sinnum á dag eða nokkrum sinnum á viku. Sumir fá astmakast við það að hreyfa sig mikið eða á nóttunni. Í astma kemur bólga í öndunarfærin sem veldur þrengslum í lungnapípunum, slímmyndun, og krampa í berkjum.[1]

Skýringarmynd af því hvernig bólga þrengir öndunarfærin.

Astmi er talinn orsakast af blöndu erfðaþátta og umhverfisþátta.[2] Umhverfisþættirnir geta verið loftmengun og ofnæmisvakar líkt og dýr og frjókorn. Astmi getur líka komið fram vegna lyfja á við aspirín og beta-blokkera.[3]

Það er ekki til lækning við astma, en hægt er að halda sjúkdómnum í skefjum með að forðast ofnæmisvalda og með því að nota innöndunarlyf með kortíkósteróíðum, það er steralyf og dregur því úr bólgu. Það að auki er hægt að nota langvinna beta-hvata og leukotríen-hemla ef sterarnir ná ekki að halda einkennunum í skefjum. Til að stöðva slæmt astmakast eru notaðir skammvinnir beta-2 hvatar (salbútamol) og kortíkósteróíðar. Mjög slæm astmaköst geta krafist innlagnar á spítala.[3][4]

Astmi kemur vanalega fram í æsku. Árið 2015 létust 400.000 manns úr astma.[5] Í heiminum öllum eru tæp 400 milljón manns með astma (2015).[6]

Tilvísanir

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.