Bongbong Marcos

Ferdinand Romualdez Marcos Jr. (fæddur 13. september 1957), betur þekktur sem Bongbong Marcos er filippseyskur stjórnmálamaður og núverandi forseti Filippseyja. Hann er sonur Ferdinand Marcos, fyrrum einræðisherra landsins, og fyrrum forsetafrúarinnar Imeldu Marcos. Marcos var þingmaður frá 2010 til 2016. Hann bauð sig fram sem varaforseti landsins árið 2016 en tapaði fyrir mannréttindalögfræðingnum Leni Robredo. Aftur atti hann kappi við Robredo í forsetakosningunum árið 2022. Hann vann kosningarnar með nokkrum mun.[1]

Bongbong Marcos
Forseti Filippseyja
Núverandi
Tók við embætti
30. júní 2022
VaraforsetiSara Duterte
ForveriRodrigo Duterte
Persónulegar upplýsingar
Fæddur13. september 1957 (1957-09-13) (66 ára)
Santa Mesa, Maníla, Filippseyjum
ÞjóðerniFilippeyskur
StjórnmálaflokkurPartido Federal ng Pilipinas (frá 2021)
MakiLouise Araneta (g. 1993)
Börn3
HáskóliSan Beda-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Bonbbong Marcos hefur sagst hafa útskrifast úr Oxford-háskóla en hann kláraði ekki námið og hefur skólinn áréttað það.

Tilvísanir


Fyrirrennari:
Rodrigo Duterte
Forseti Filippseyja
(30. júní 2022 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti