Byltingin á Kúbu

Byltingin á Kúbu (Revolución cubana á spænsku) var vopnuð stjórnarbylting „26. júlí-hreyfingarinnar“ undir stjórn Fidels Castro gegn einræðisstjórn kúbverska forsetans Fulgencio Batista. Byltingin hófst í júlí 1953[1] og hélt áfram með hléum þar til byltingarmönnunum tókst loks að steypa Batista af stóli þann 1. janúar 1959. Í stað stjórnar hans var stofnuð sósíalísk byltingarstjórn. 26. júlí-hreyfingin endurhannaði sig að kommúnískri fyrirmynd og varð kúbverski kommúnistaflokkurinn í október 1965.[2]

Kúbversku byltingarleiðtogarnir Che Guevara (til vinstri) og Fidel Castro árið 1960.

Kúbverska byltingin hafði mikil áhrif um heim allan, sérstaklega á milliríkjasamskipti Kúbu við Bandaríkin. Samskipti ríkjanna stirðnuðu mjög og hafa ekki bæst mikið fyrr en á síðustu árum.[3][4][5][6] Í kjölfar byltingarinnar hóf ríkisstjórn Castro að þjóðnýta efnahag og almenningsþjónustur ríkisins.[7][8] Byltingin boðaði einnig aukin afskipti Kúbverja að erlendum deilum, þar á meðal af borgarastyrjöldinni í Angóla og byltingunni í Níkaragva.[9]

Tilvísanir