HSBC

HSBC Holdings plc er almenningshlutafélag gert að hlutafélagi í Englandi og Wales árið 1990. Höfuðstöðvar fyrirtækisins hefur verið í London síðan 1993. Frá og með 2009 er HSBC stærsti banki í heimi og sjötta stærsta fyrirtækið í heimi, samkvæmt tímaritinu Forbes. Höfuðstöðvar þeirra voru staðsettar í Hong Kong þar til ársins 1992 þegar HSBC tók yfir Midland Bank, yfirtakan gerði að verkum að nauðsynlegt var að flytja höfuðstöðvarnar til London. Hong Kong er enn mikilvæg tekjuöflunarleið fyrir bankann. Í seinni tíð hafa HSBC yfirtekið nokkra banka í Kína og þannig kemur bankinn aftur í uppruna sína. HSBC hefur stóran markað í Asíu í útláni, fjárfestingu og vátryggingu.

HSBC Holdings plc
滙豐控股有限公司
RekstrarformAlmenningshlutafélag
SlagorðThe world’s local bank
Stofnað1895 í Hong Kong
StaðsetningLondon, Bretland
LykilpersónurStephen Green, formaður
Michael Geoghegan, framkvæmdastjóri
StarfsemiBankarekstur
Fjármálaþjónusta
Fjárfestingarþjónusta
Tekjur 137,309 milljarðar bandaríkjadala
DótturfyrirtækiHSBC Bank plc
The Hongkong and Shanghai Banking Corporation
HSBC Bank USA
HSBC Bank Middle East
HSBC Mexico
HSBC Bank Brazil
HSBC Finance
Starfsfólk331.458 um allan heim
Vefsíðawww.hsbc.com
HSBC

HSBC er skrifað hjá kauphöllum í London, New York, Hong Kong, París og Bermúda og er líka skrifað í FTSE 100- og Hang Seng-vísitölunum.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.