Innri Suðureyjar

Innri Suðureyjar (skosk gelíska: Na h-Eileanan a-staigh „innri eyjar“, enska: Inner Hebrides) er eyjaþyrping við vesturströnd meginlands Skotlands. Þær liggja suðaustur af Ytri Suðureyjum (eða Vestureyjum) og tilheyra stærri eyjaklasa sem heitir Suðureyjar.

Kort af Innri Suðureyjum og lega við Skotland.
Sgurr Alisdair, hæsti tindur Innri Suðureyja.

Í Innri Suðureyjum eru 35 byggðar eyjar og 44 óbyggðar eyjar sem eru stærri en 30 hektarar að flatarmáli. Atvinna í eyjunum snýst um ferðaþjónustu, búmennsku, fiskveiðar og viskígerð. Samanlagt flatarmál eyjanna er 4.130 ferkílómetrar. Árið 2011 voru íbúar 18.948.

Í eyjunum eru ýmsar mikilvægar fornleifar. Fyrstu íbúar eyjanna voru Piktar í norðri og Gelar í suðri. Eyjarnar voru undir stjórn norrænna manna í um það bil 400 ár en með Perth-sáttmálanum árið 1266 voru þær færðar Skotlandi. Eyjarnar voru þá undir stjórn höfðinga ýmsra skoskra ættbálka (e. clans) svo sem MacLean, MacLeod og MacDonald. Mikil byggðaröskun varð í kjölfar nauðungarflutninga fólks af eyjunum á 19. öld og um langa hríð eftir það, en á síðustu árum er íbúum hætt að fækka.

Aðaltenging milli eyjanna er sjóleiðis. Tíðar ferjusiglingar eru milli eyjanna og meginlandsins. Skosk gelíska heldur sterkri stöðu á ákveðnum svæðum.

Eyjar

NafnNafn á enskuNafn á gelísku
CannaEilean Chanaigh
ColonsayColbhasa
DannaDanna
DýreyJuraDiùra
EasdaleEilean Eisdeal
EggEiggEige
Eilean dà MhèinnEilean dà Mhèinn
Eilean DonanEilean Donnain
Eilean ShonaEilean Seòna'
Eilean TioramEilean Tioram
EiríkseyEriskaÙruisg
ErraidEilean Earraid
GuðeyGighaGiogha
GuðmundseyGometraGòmastra
HafnareyTanera MòrTannara Mòr
HrauneyRonaRònaigh
HrosseyRaasayRatharsair
HvíteyEilean Bàn
ÍlIslayÌle
JónaIonaÌ Chaluim Chille
KjarbareyKerreraCearrara
KolaCollColla
LangeyLungaLunga
LismoreLios Mòr
LyngLuingAn t-Eilean Luinn
MuckEilean nam Muc
MylMullMuile
RúmeyRùm
SandeySandaySandaigh
SauðaeySoaySòdhaigh
ScalpaySgalpaigh
SeilSaoil
ShunaSiuna
SkíðSkyeAn t-Eilean Sgitheanach
StafeyStaffaStafa
TyrvistTireeTiriodh
ÚlfeyUlvaUlbha
ÝseyIsle of EweEilean Iùbh
ÖrfiriseyOronsayOrasaigh
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.