Listi yfir stærstu borgir Bandaríkjanna

Eftirfarandi er listi yfir stærstu borgir Bandaríkjanna. Á listanum er einnig byggðalög sem United States Census Bureau skilgreinir sem bæjarfélög (e. town), kaupstaði (e. village) og þorp (e. borough). Á listanum eru einungis borgir og önnur byggðarlög sem eru sjálfstæðar stjórnsýslueiningar.

Á listanum er einungis miðað við fólksfjölda innan borgarmarka en ekki fólksfjölda á stórborgarsvæði. Í sumum tilfellum eru tvær eða fleiri borgir á sama stórborgarsvæðinu (svo sem San Francisco, San Jose og Oakland) en aðrar borgir eru ef til vill umkringdar úthverfum sem komast ekki á listann (svo sem St. Louis og Boston).

Fjölmennustu borgir

New York borg
Los Angeles
Chicago
Houston
Phoenix
Philadelphia
San Antonio
San Diego
Dallas
San Jose
Detroit
Jacksonville
Indianapolis
San Francisco
Columbus
Austin
Memphis
Fort Worth
Baltimore
20 — Charlotte
Boston
Seattle
Washington DC
Milwaukee
Denver
Louisville
Las Vegas
Nashville
Oklahoma City
Portland
Tucson
Atlanta
Sacramento
Kansas City
Omaha
Miami
New Orleans
Richmond

Yfir 325 borgir eru í Bandaríkjunum með yfir 100.000 íbúa.Uppfært í desember 2021

RöðBorgFylkiÍbúafjöldi
1New York borgNew York-fylki8.800.000
2Los AngelesKalifornía3.900.000
3ChicagoIllinois2.705.994
4HoustonTexas2.325.502
5PhoenixArizona1.660.272
6PhiladelphiaPennsylvanía1.600.000
7San AntonioTexas1.430.000
8San DiegoKalifornía1.390.000
9DallasTexas1.000.000
10San JoseKalifornía1.030.119
11AustinTexas960.000
12JacksonvilleFlórída950.000
13Fort WorthTexas920.000
14ColumbusOhio905.000
15IndianapolisIndiana890.000
16CharlotteNorður-Karólína875.000
17San FranciscoKalifornía875.000
18SeattleWashingtonfylki740.000
19DenverColorado715.000
20Washington DCDistrict of Columbia690.000
21NashvilleTennessee690.000
22Oklahoma CityOklahoma680.000
23El PasoTexas680.000
24BostonMassachusetts675.000
25PortlandOregon650.000
26Las VegasNevada640.000
27DetroitMichigan640.000
28MemphisTennessee630.000
29LouisvilleKentucky630.000
30BaltimoreMaryland585.000
31MilwaukeeWisconsin580.000
32AlbuquerqueNew Mexico565.000
33TucsonArizona540.000
34FresnoKalifornía540.000
35SacramentoKalifornía525.000
36Kansas CityMissouri510.000
37MesaArizona505.000
38AtlantaGeorgía500.000
39OmahaNebraska485.000
40Colorado SpringsColorado480.000
41RaleighNorður-Karólína470.000
42Long BeachKalifornía466.000
43Virginia BeachVirginia460.000
44MiamiFlórída440.000
45OaklandKalifornía440.000
46MinneapolisMinnesota430.000
47TulsaOklahoma413.000
48BakersfieldKalifornía403.000

Aðrar borgir með yfir 100.000-400.000 íbúa

Í stafrófsröð:

Tilvísanir

Tenglar