New Jersey

Fylki í Bandaríkjunum

New Jersey er fylki á austurströnd Bandaríkjanna. Það liggur að New York í norðri, Pennsylvaníu í vestri, Delaware í vestri og suðri og Atlantshafi í austri. Flatarmál New Jersey er 22.588 ferkílómetrar. Fylkið er fjórða minnsta en þéttbýlasta fylki Bandaríkjanna. Í New Jersey búa um 8,9 milljónir (2019).

New Jersey
Kjörorð: 
„Liberty and prosperity“ („frelsi og farsæld“)
New Jersey merkt inn á kort af Bandaríkjunum
Staðsetning í Bandaríkjunum
Land Bandaríkin
Varð opinbert fylki18. desember, 1787 (3. sæti)
HöfuðborgTrenton
Stærsta borgNewark
Stjórnarfar
 • FylkisstjóriPhil Murphy (D)
Þingmenn
öldungadeildar
Cory Booker (D)
Robert Menendez (D)
Flatarmál
 • Samtals22.588 km2
 • Land19.231 km2
 • Vatn3.378 km2  (14,9%)
 • Sæti47
Stærð
 • Lengd240 km
 • Breidd110 km
Hæð yfir sjávarmáli
75 m
Hæsti punktur

(High Point)
550 m
Mannfjöldi
 (2019)
 • Samtals8.882.190
 • Þéttleiki389/km2
  • Sæti1
StyttingNJ
Breiddargráða38°55'N til 41°21'23"N
Lengdargráða73°53'39"V til 75°35'V
Vefsíðawww.state.nj.us
Kort.

Höfuðborg fylkisins heitir Trenton en stærsta borgin er Newark.