Magellansund

Magellansund er sund milli Eldlands og meginlands Suður-Ameríku, sunnan við Punta Arenas. Það er 560 km langt og 5-30 km breitt. Sigling um Megellansund er erfið vegna þoku, strauma og vestanvinda. Magellansund er að mestu innan landamæra Síle en austasti hlutinn er í Argentínu.[1] Fyrstur Evrópubúa til að sigla þess leið var Portugalin Ferdinad Magellan árið 1520[1] Sundið var mjög mikilvæg siglingarleið fram að opnun Panamaskurðarins árið 1914 og er enn mikilvæg siglingarleið á milli Kyrrahafs og Atlantshafs .[1] Síle og Argentína hafa deilt um yfirráð á svæðinu sem leiddi næstum því til stríðs á milli ríkjanna árið 1978 en með friðarsamningi árið 1984 leystust mörg ágreiningsefni og hann stuðlaði einnig að auknum efnahagslegum samskiptum.[1]

Tenglar

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.