Meðgöngueitrun

Meðgöngueitrun (pre-eclampsia) er meðgöngutengdur sjúkdómur sem einkennist af nýtilkomnum háþrýstingi ásamt einkennum líffæraskemmda eftir 20 vikna meðgöngu. Tíðni meðgöngueitrunar er um 3-5% allra þungana á heimsvísu og sjúkdómurinn er enn meðal algengustu orsaka mæðradauða í heiminum.

[1] Konur í yfirþyngd, eldri mæður og frumbyrjur eru í aukinni áhættu á að þróa með sér sjúkdóminn en mest er áhættan hjá konum sem fengið hafa háþrýstingssjúkdóm á fyrri meðgöngu, eru með krónískan háþrýsting eða þjáist af krónískum sjúkdómi s.s. nýrnasjúkdómi, sykursýki eða sjálfsofnæmissjúkdómi. Konur sem fengið hafa meðgöngueitrun eru í aukinni hættu á að þróa með sér hjarta og æðasjúkdóma síðar á ævinni. [2][3]

Tilvísanir