Rachel Nichols

Rachel Nichols (fædd Rachel Emily Nichols, 8. janúar 1980) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, Alias og The Inside.

Rachel Nichols
Rachel Nichols á 2012 FanExpo í Kanada
Rachel Nichols á 2012 FanExpo í Kanada
Upplýsingar
FæddRachel Emily Nichols
8. janúar 1980 (1980-01-08) (44 ára)
Ár virk2000 -
Helstu hlutverk
Rebecca Locke í The Inside
Rachel Gibson í Alias
Ashley Seaver í Criminal Minds

Einkalíf

Nichols fæddist í Augusta í Maine. Nichols hóf nám við Columbia-háskóla í New York árið 1998 þar sem hún ætlaði sér að verða verðbréfamiðlari á Wall Street. Hún hóf módelstörf meðan hún var við nám og notaði launin til að borga námið. Nichols kom fram sem módel fyrir Abercrombie & Fitch, Guess? og L'Oreal;[1] ásamt því að hafa verið kynnir hjá MTV sjónvarpsstöðinni.[2] Nichols stundaði nám í hagfræði og sálfræði,[3] ásamt drama. Nichols útskrifaðist árið 2003 frá Columbia-háskóla með gráðu í stærðfæði og hagfræði.[4][5]

Nichols giftist kvikmyndaframleiðandanum Scott Stuber árið 2008 en skildu í febrúar 2009.[6]

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Nichols árið 2002 var í Sex and the City sem Alexa. Árið 2005 þá var henni boðið hlutverk í The Inside sem alríkisfulltrúinn Rebecca Locke. Nichols lék Rachel Gibson í Alias frá 2005-2006. Síðan árið 2010 þá var henni boðið hlutverk í Criminal Minds sem Ashley Seaver sem hún lék til loka seríu 6.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Nichols var árið 2000 í Autumn in New York. Síðan þá hefur komið fram í kvikmyndum á borð við Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd, The Amityville Horror, The Woods, Star Trek, G.I. Joe: The Rise of Cobra og Conan the Barbarian.

Kvikmyndir og sjónvarp

Kvikmyndir
ÁrKvikmyndHlutverkAthugasemd
2000Autumn in New YorkFyrirsæta á bar
2003Dumb and Dumberer: When Harry Met LloydJessica
2004Debating Robert LeeTrilby Moffat
2004A Funny Thing Happened at the Quick MartJennifer
2004Walk Into a Barónefnt hlutverk
2005The Amityville HorrorLisa
2005Mr. DramaticStelpa á bar
2005ShopgirlKærasta Treys
2006The WoodsSamantha Wise
2007Resurrecting the ChampPolly
2007P2Angela
2007Charlie Wilson´s WarSuzanne – Engill Charlies
2008The Sisterhood of the Traveling Pants 2Julia
2009Star TrekGaila
2009G.I. Joe: The Rise of CobraScarlett
2009For Sale by OwnerAnna Farrier
2010MeskadaLeslie Spencer
2010Ollie Klublershturf vs. the NazisDaniella
2011Conan the BarbarianTamara
2011The LoopFiona
2012I, Alex CrossMonica AsheÍ eftirvinnslu
Sjónvarp
ÁrTitillHlutverkAthugasemd
2002Sex and the CityAlexaÞáttur: A ´Vogue´ Idea
2004Line of FireAlex Myer2 þættir
2005The InsideSérstakur alríkisfulltrúi Rebecca Locke13 þættir
2005-2006AliasRachel Gibson17 þættir
2007ThemDonna ShawSjónvarpsmynd
2009U.S. AttorneyEve ChaseSjónvarpsmynd
2010-2011Criminal MindsAshley Seaver13 þættir


Tilvísanir

Heimildir

Tenglar