8. janúar

dagsetning
DesJanúarFeb
SuÞrMiFiLa
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031
2024
Allir dagar


8. janúar er 8. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 357 dagar (358 á hlaupári) eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 2007 - Rússnesk olíufyrirtæki hættu að dæla olíu um leiðslur í Hvíta-Rússlandi vegna olíudeilu landanna.
  • 2008 - Á aðeins þremur viðskiptadögum féllu íslensk hlutabréf um 10,53%. Þar af Exista og SPRON hvað mest.
  • 2010 - Landslið Tógó í knattspyrnu karla varð fyrir hryðjuverkaárás á ferð sinni með rútu gegnum angólsku útlenduna Kabinda. Liðið dró sig úr Afríkukeppninni 2010 í kjölfarið.
  • 2011 - Skotárásin í Tucson: Ungur maður myrti sex og særði 13, þar á meðal þingkonuna Gabrielle Giffords, í skotárás við Safeway-verslun í Tucson, Arisóna.
  • 2016 - Eiturlyfjabaróninn Joaquín Guzmán náðist eftir flótta frá öryggisfangelsi í Mexíkó.
  • 2020 – Persaflóakreppan 2019–2020: 176 manns létust þegar Íransher skaut niður úkraínska farþegaflugvél eftir flugtak í Teheran í Íran.
  • 2020 – Persaflóakreppan 2019–2020: Tveimur írönskum eldflaugum var skotið á herstöðvar í Sádi-Arabíu þar sem bandarískir hermenn dvöldu.
  • 2023 – Stuðningsmenn fyrrum forseta Brasilíu, Jairs Bolsonaro, réðust á þinghúsið, forsetahöllina og hæstaréttinn í höfuðborginni Brasilíu til að mótmæla embættistöku nýja forsetans Luiz Inácio Lula da Silva.

Fædd

Dáin

Tilvísanir