Skógarlilja

Erythronium (skógarlilja, hundatönn) er ættkvísl jurta í Evrasía og Norður Ameríka í liljuætt.[1][2][3][4][5][6] Skógarliljur eru nefndar Jöklaliljur (en. Glacier lily) í Bandaríkjunum, enda vaxa sumar tegundir ofan skógarmarka.[7]

Skógarlilja
Erythronium dens-canis
Erythronium dens-canis
Vísindaleg flokkun
Ríki:Plantae
(óraðað):Angiosperms
Flokkur:Einkímblöðungar
Ættbálkur:Liljubálkur (Liliales)
Ætt:Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt:Lilioideae
Ættflokkur:Lilieae
Ættkvísl:Erythronium
L.
Einkennistegund
Erythronium dens-canis
L.
Samheiti
  • Mithridatium Adans. 1763, illegitimate superfluous name
  • Dens-canis Tourn. ex Rupp. 1745, not validly published

Tegundir

Erythronium inniheldur um 20–30 tegundir harðgerðra vorblómstrandi fjölæringa með löngum tannarlaga laukum. Grannir stönglar halda uppi lútandi blómunum með aftursveigðum krónublöðum í ýmsum litum (aðallega hvít, gul, bleik og rauðleit). Tegundirnar vaxa í skógum og engjum á Norðurhveli.[8][9]

  • Erythronium albidum Nutt. Perluskógarlilja - Ontario, austur til mið USA (MN til CT suður til TX + AL)
  • Erythronium americanum Ker-Gawl. Sólarskógarlilja - austur Kanada (Ontario til Labrador), austur USA (ME til GA, vestur til Mississippi River)
  • Erythronium californicum Purdy Brúnskógarlilja - norður Kalifornía
  • Erythronium caucasicum Woronow - Kákasus + Íran
  • Erythronium citrinum S. Wats. Mánaskógarlilja - Oregon og norður Kalifornía
  • Erythronium dens-canis L. Hundaskógarlilja - suður og mið Evrópa frá Portúgal til Úkraína
  • Erythronium elegans Hammond & Chambers - Oregon
  • Erythronium grandiflorum Pursh Fagurskógarlilja - vestur Kanada, vestur USA
  • Erythronium helenae Applegate - Kalifornía (Sonoma, Napa, Lake Cos.)
  • Erythronium hendersonii S. Wats. Blæskógarlilja - Oregon og norður Kalifornía
  • Erythronium howellii S. Wats. - Oregon og norður Kalifornía
  • Erythronium idahoense H.St.John & G.N.Jones - USA (MT ID WA)
  • Erythronium japonicum Decne. Katakuri - Japan, Kórea, Rússland (Kúrileyjar, Sakhalin), Kína (Jilin, Liaoning)
  • Erythronium klamathense Applegate - Oregon og norður Kalifornía
  • Erythronium krylovii Stepanov - Rússland (Tuva, Krasnoyarsk)
  • Erythronium mesochoreum Knerr - central USA (TX to NE + IN)
  • Erythronium montanum S. Wats. Snæskógarlilja - BC, WA, OR
  • Erythronium multiscapideum (Kellogg) A. Nels. & Kennedy - Kalifornía
  • Erythronium oregonum Applegate Roðaskógarlilja - BC, WA, Kalifornía, Oregon
  • Erythronium pluriflorum Shevock, Bartel & Allen > - Madera Co í Kaliforníu
  • Erythronium propullans Gray - Minnesota
  • Erythronium purpurascens S. Wats. - Kalifornía
  • Erythronium pusaterii (Munz & J.T. Howell) Shevock, Bartel & Allen - Tulare Co í Kaliforníu
  • Erythronium quinaultense G A Allen - Olympic Peninsula í WA
  • Erythronium revolutum Sm. Rósaskógarlilja - BC, WA, Oregon, Kalifornía
  • Erythronium rostratum W. Wolf - suður og mið USA
  • Erythronium sajanense Stepanov & Stassova - Krasnoyarsk í Rússlandi
  • Erythronium sibiricum (Fisch. & C.A.Mey.) Krylov Fjallskógarlilja- Síbería, Kazakhstan, Xinjiang, Mongólía
  • Erythronium sulevii (Rukšans) Stepanov - Altay Krai í Rússlandi
  • Erythronium taylorii Shevock & G A Allen - Tuolumne Co Kalifornía
  • Erythronium tuolumnense Applegate Gullskógarlilja - Tuolumne Co in Kalifornía
  • Erythronium umbilicatum Parks & Hardin - suðaustur USA (FL til KY + WV + MD)

Áður meðtaldar

Tvær tegundir voru áður nefndar Erythronium en eru nú taldar til annarra ættkvísla;

  • Erythronium carolinianum, nú nefnd Uvularia perfoliata
  • Erythronium hyacinthoides, nú nefnd Drimia indica

Nytjar

Laukurinn er ætur sem rótargrænmeti, eldaður eða þurrkaður, og er hægt að mala í mjöl. Laufin er einnig hægt að elda. Í Japan er Erythronium japonicum nefnd katakuri, og laukurinn notaður fyrir sterkjuna, sem er notuð í mat og annað[10].

Skógarliljurnar eru einnig víða ræktaðar til skrauts, með fjölda blendinga. Vinsæl yrki eru Erythronium 'Pagoda', E. 'Sundisc', E. 'Joanna', E. 'Kondo', E. 'Citronella', E. californicum 'White Beauty', og E. 'Rosalind'. Fjölgun er best með fræi að hausti eða skifting lauka, fer eftir tegundum. Plönturnar eru yfirleitt góðar sem þekjuplöntur.

Tilvísanir

Heimildir

  • „Erythronium 'Pagoda'. Royal Horrticultural Society. Afrit af upprunalegu geymt þann 27 febrúar 2014. Sótt 17. mars 2014.
  • Clennett, John C. B.; Chase, Mark W.; Forest, Félix; Maurin, Olivier; Wilkin, Paul (desember 2012). „Phylogenetic systematics of Erythronium (Liliaceae): morphological and molecular analyses“. Botanical Journal of the Linnean Society. 170 (4): 504–528. doi:10.1111/j.1095-8339.2012.01302.x.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.