Stefán Sturla Sigurjónsson

Stefán Sturla Sigurjónsson (fæddur 4. júní 1959) er íslenskur leikari.

Æviágrip

Stefán Sturla fæddist í Reykjavík þann 4. júní árið 1959. Foreldrar hans eru Sigurjón Valdimarsson fæddur 3. janúar 1932 ritstjóri og Sólveig Stefánsdóttir fædd 10. júní 1939 bóndi. Maki Stefáns er Petra Högnäs fædd 4. júní 1967 frá Molpe í Finnlandi. Börn þeirra eru Sandra Björg fædd 30. ágúst 1983, Sólveig fædd 29. október 1985, Adam Thor fæddur 19. nóvember 1999 og Anna Alina fædd 5. desember 2002.

Stefán Sturla stundaði húsasmíðanám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti (1976), er búfræðingur frá Hvanneyri (1979) og leikari frá Leiklistarskóla Íslands (1987) Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun barnaleikhúss á Íslandi með Möguleikhúsinu (1992-1997). Hann stofnaði leikhópinn Sjónleikhúsið ásamt Jakopi Þór Einarssyni árið 1997. Sjónleikhúsið einbeitir sér að uppsetningu barnaverka. Stefán hefur starfað með leikhópnum Bandamenn frá upphafi leikhópsins árið 1992.

Stefán hefur leikið hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, Útvarpsleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu, Eih-leikhúsinu, Þíbilju, Frú Emilíu, Bandamönnum, Möguleikhúsinu, Nótt og Degi og Íslenska dansflokknum. Hann hefur einnig gert heimildarmyndir fyrir sjónvarp: Skálar á Langanesi, Papósverslun, Veröld undir Vatnajökli, Seyðisfjörður saga byggðar, 100 ára afmælishátíð á Seyðisfirði. Hvar, hvers vegna, fyrir hverja og fjölda þátta fyrir börn.

Fígúran Trjálfur sem komið hefur fram við ýmis tækifæri víða um land frá 1997-2006 er unnin af Stefáni Sturlu. Hann hefur skrifað tvær barnabækur: Trjálfur og Mimmli (2000) og Alina - tönnin og töframátturinn (2007). Hann hannaði og gerði Fjölskylduspilið Ísland sem kom út árið 2002.

Frá árinu 2006 hefur Stefán einbeitt sér að leikstjórn.

Ferill leikhús / leikhópar

ÁrLeikhúsLeiksýningHlutverkAthugasemdir og verðlaun
1987BroadwayKK kabarettÝmis hlutverk
EiH-leikhúsiðSaga úr dýragarðinumAndrés
1988AlþýðuleikhúsiðMedeaTheresías / Ýmis hlutverkTilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki
ÞjóðleikhúsiðMarmariÝmis hlutverk / Aðstoðarleikstjóri
1989GríniðjanNÖRDAðstoðarleikstjóri / sýningastjóri
ÞíbiljaDalur hinna blinduPasitúba
1990Leikfélag AkureyrarHeill sé þér þorskurÝmis hlutverk
1991GríniðjanBrávallagatan / ArnarnesiðMarkaðs- og sölustjóri
MöguleikhúsiðGrímur og galdramaðurinnGrímur
Leikfélag ReykjavíkurFerðin á heimsendastrákurinn
1992Frú EmilíaDjöflarBlíðan
MöguleikhúsiðSmiður jólasveinannaÞrasi
AlþýðuleikhúsiðHamlettMarkaðs- og sölustjóri

Ferill í kvikmyndum

ÁrKvikmyndHlutverkAthugasemdir og verðlaun
1987Í skugga hrafnsinsHlutverk og áhættuatriði á hestum
1988FoxtrotSjoppugengi
1990Hvíti víkingurinnHlutverk og áhættuatriði á hestum
1992Sódóma ReykjavíkBrjánsi Sýra
1993NIFLAðstoðarleikstjóri og hlutverk
1994Á köldum klakaHlutverk
1995Litli bróðir til söluHlutverk og stjórnun hunds
2003Þriðja nafniðVélstjóri

Tenglar