1967

ár

Árið 1967 (MCMLXVII í rómverskum tölum) var 67. ár 20. aldar og almennt ár sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.

Árþúsund:2. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Atburðir

Janúar

Veggspjald fyrir Human Be-In-hátíðina í San Francisco.

Febrúar

Opna úr Madrídarhandriti Leonardo da Vinci.

Mars

Walt Disney skoðar plasthöfuð fyrir Pirates of the Caribbean draugalestina í Disneylandi.
  • 1. mars - Austurríski fangabúðastjórinn Franz Stangl var handtekinn í Brasilíu.
  • 1. mars - Tónlistarhúsið Queen Elizabeth Hall var opnað á South Bank í London.
  • 1. mars - Óscar Gestido tók við embætti forseta Úrúgvæ.
  • 4. mars - Fyrsta Norðursjávargasleiðslan var tekin í notkun við Easington í Austur-Yorkshire.
  • 9. mars - Svetlana, dóttir Jósefs Stalín, leitaði hælis á Vesturlöndum og fékk landvistarleyfi í Bandaríkjunum.
  • 10. mars - Stórbruni varð á horni Vonarstrætis og Lækjargötu í Reykjavík og brunnu þar þrjú hús til grunna.
  • 10. mars - Fyrsta smáskífa Pink Floyd kom út í London.
  • 11. mars - Borgarastyrjöldin í Kambódíu hófst.
  • 12. mars - Þing Indónesíu lýsti Sukarno forseta valdalausan og skipaði Suharto starfandi forseta.
  • 12. mars - Fyrsta breiðskífa Velvet Underground, The Velvet Underground & Nico, kom út í Bandaríkjunum.
  • 17. mars - Fyrsta hljómplata Grateful Dead kom út.
  • 18. mars - Torrey Canyon-slysið: Olíuflutningaskipið Torrey Canyon strandaði milli Land's End og Scilly-eyja á Bretlandi.
  • 18. mars - Draugalestin Pirates of the Caribbean var opnuð í Disneylandi.
  • 19. mars - Meirihluti íbúa í Franska Sómalílandi kaus með áframhaldandi sambandi við Frakkland í umdeildri þjóðaratkvæðagreiðslu.
  • 21. mars - Charles Manson var leystur úr fangelsinu Terminal Island þrátt fyrir að hafa óskað eftir að fá að vera lengur.
  • 26. mars - 10.000 manns mættu á Central Park be-in í New York-borg.
  • 29. mars - Fyrsti franski kjarnorkukafbáturinn, Le Redoutable, var sjósettur.
  • 29. mars - Sæstrengurinn SEACOM milli Hong Kong og Malasíu var tekinn í notkun.
  • 31. mars - Á Raufarhöfn mældist 205 cm snjódýpt sem þótti með fádæmum í þéttbýli á Íslandi.

Apríl

Mótmæli gegn Víetnamstríðinu í New York 15. apríl.

Maí

Óeirðalögregla býr sig undir átök í Hong Kong 12. maí.
  • 1. maí - IBM á Íslandi var stofnað.
  • 1. maí - Elvis Presley giftist Priscillu Beaulieu í Las Vegas.
  • 1. maí - Anastasio Somoza Debayle varð forseti Níkaragva.
  • 4. maí - Bandaríkjamenn sendu geimkönnunarfarið Lunar Orbiter 4 á braut um tunglið.
  • 6. maí - Zakir Husain varð fyrsti forseti Indlands úr röðum múslima.
  • 6. maí - Uppþotin í Hong Kong 1967 hófust.
  • 9. maí - Argentínski hjartalæknirinn René Gerónimo Favaloro framkvæmdi fyrstu kransæðahjáveituaðgerð sögunnar.
  • 10. maí - Russell-dómstóllinn í Stokkhólmi úrskurðaði að Bandaríkin hefðu brotið alþjóðalög með stríðsrekstri í Indókína.
  • 12. maí - Hljómsveitin Jimi Hendrix Experience gaf út metsöluplötuna Are You Experienced.
  • 15. maí - Fyrsta íslenska sjónvarpsleikritið var frumsýnt: Jón gamli eftir Matthías Johannessen.
  • 15. maí - Biðtíminn í aðdraganda sex daga stríðsins hófst með liðssöfnun Egypta á Sínaískaga.
  • 22. maí - Yfir 300 létu lífið þegar eldur braust út í stórmarkaðnum À l'Innovation í Brussel.
  • 23. maí - Kanadíska almenningssamgöngukerfið GO Transit hóf starfsemi.
  • 23. maí - Egyptaland lokaði Tíransundi fyrir ísraelskum skipum.
  • 26. maí - Áttunda breiðskífa Bítlanna, Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band, kom út.
  • 30. maí - Suðausturhluti Nígeríu lýsti yfir sjálfstæði undir nafninu Biafra. Í ágúst gerðu nígerískar hersveitir innrás í Biafra og þar með hófst Biafrastyrjöldin, sem stóð til 1970.

Júní

Ísraelskir fallhlífarhermenn eftir hernám gömlu Jerúsalem 7. júní.

Júlí

Brunarústir eftir uppþotin í Detroit.

Ágúst

Hæstaréttardómarinn Thurgood Marshall árið 1967.

September

Kungsgatan í Stokkhólmi 3. september.

Október

Krýningarathöfn Múhameðs Resa Palaví og Farah Diba í Teheran.

Nóvember

Bandarískir hermenn í orrustunni um Dak To í Víetnam.

Desember

Flugvélin Concorde afhjúpuð.

Ódagsettir atburðir

  • Síldarkreppan hófst og olli atvinnuleysi og samdrætti í einkaneyslu á Íslandi. Hún náði hámarki árið 1969.
  • Ástarsumarið átti sér stað í San Francisco í Bandaríkjunum.

Fædd

Dáin

Nóbelsverðlaunin