Steven Spielberg

bandarískur kvikmyndagerðarmaður

Steven Allan Spielberg (f. 18. desember 1946) er bandarískur kvikmyndaleikstjóri. Steven hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir störf sín; á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1986 fékk hann minningarverðlaun Irving G. Thalberg fyrir framleiðslu kvikmynda, mynd hans Listi Schindlers (1993) hlaut Óskarsverðlaunin fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmynd og Björgun óbreytts Ryans (1998) fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn.

Steven Spielberg
Steven Spielberg árið 2023.
Fæddur
Steven Allan Spielberg

18. desember 1946 (1946-12-18) (77 ára)
Cincinnati í Ohio í Bandaríkjunum
StörfKvikmyndaleikstjóri
Framleiðandi
Handritshöfundur
Ár virkur1969-í dag
MakiAmy Irving ​(g. 1985; sk. 1989)​
Kate Capshaw ​(g. 1991)
Börn6
ForeldrarArnold Spielberg (faðir)
Leah Adler (móðir)
ÆttingjarAnne Spielberg (systir)
Jessica Capshaw (stjúpdóttir)
Undirskrift

Kvikmyndaskrá

Sem leikstjóri

ÁrUpprunalegur titillÍslenskur titill
1971DuelEinvígi
1974The Sugarland ExpressSugarlandatburðurinn
1975JawsÓkindin
1977Close Encounters of the Third Kind
19791941
1981Raiders of the Lost ArkRánið á örkinni
1982E.T. the Extra-Terrestrial
1984Indiana Jones and the Temple of DoomIndiana Jones og musteri óttans
1985The Color Purple
1987Empire of the SunVeldi sólarinnar
1989Indiana Jones and the Last CrusadeIndiana Jones og síðasta krossferðin
Always
1991Hook
1993Jurassic ParkJúrógarðurinn
Schindler's ListListi Schindlers
1997The Lost World: Jurassic ParkHorfinn heimur
Amistad
1998Saving Private RyanBjörgun óbreytts Ryans
2001A.I. Artificial Intelligence
2002Minority Report
Catch Me If You CanReyndu að ná mér
2004The TerminalFlugstöðin
2005War of the Worlds
MunichMünchen
2008Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal SkullIndiana Jones og konungsríki kristalshauskúpunnar
2011The Adventures of TintinÆvintýri Tinna: Leyndardómur Einhyrningsins
War Horse
2012Lincoln
2015Bridge of Spies
2016The BFG
2017The Post
2018Ready Player One
2021West Side Story
2022The Fabelmans
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.