Fara í innihald
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Velkomin á Wikipedíu

Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameiningu

Á hinni íslensku Wikipedíu eru nú 58.618 greinar.

Grein mánaðarins

Stúdentauppreisnin er heiti á hrinu mótmæla og óeirða sem hófust í París í maí árið 1968 og breiddust út til annarra hluta Frakklands. Í daglegu tali eru óeirðirnar gjarnan kenndar við maímánuð 1968 og einfaldlega vísað til þeirra sem „maí '68“ (franska: Mai 68). Óeirðirnar entust í um sjö vikur og einkenndust á þeim tíma af allsherjarverkföllum og yfirtökum stúdenta og verkamanna í háskólum og verksmiðjum. Þegar mótmælin stóðu sem hæst óttuðust ráðamenn í Frakklandi að þau væru byrjun á borgarastyrjöld eða byltingu.

Mótmælin í Frakklandi voru tengd mótmælahreyfingu í fleiri löndum sem var áberandi á árinu 1968. Atburðirnir þetta ár skildu eftir sig djúp spor í franskri menningu og þátttakendur í óeirðunum eru gjarnan kenndir við „68-kynslóðina“.

Í fréttum

Ebrahim Raisi

Yfirstandandi: Átökin í Súdan  • Borgarastyrjöldin í Jemen  • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu  • Stríð Ísraels og Hamas  • Sýrlenska borgarastyrjöldin • Eldgosin við Sundhnúksgíga 2023–2024

Nýleg andlát: Ebrahim Raisi (19. maí)  • Alice Munro (13. maí)


Atburðir 31. maí

  • 2002 - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2002 hófst í Suður-Kóreu og Japan.
  • 2006 - Sænska lögreglan réðist inn á skrifstofur The Pirate Bay um alla Svíþjóð og handtók forsvarsmenn vefsins.
  • 2008 - Geimskutlan Discovery flutti japanska rannsóknarstöð til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
  • 2009 - Dalai Lama kom í heimsókn til Íslands.
  • 2010 - Níu aðgerðasinnar úr Frelsisflotanum létust í átökum við Ísraelsher þegar þeir reyndu að rjúfa einangrun Gasastrandarinnar.
  • 2013 - Stærsti skýstrokkur sem mælst hefur, El Reno-skýstrokkurinn, gekk yfir El Reno í Bandaríkjunum.
  • 2015 - Ný rússnesk lög gengu í gildi sem heimiluðu stjórn landsins að reka burt erlend og alþjóðleg samtök sem ekki hefðu opinbert leyfi til að starfa í landinu.
  • 2017 - 90 létust þegar bílasprengja sprakk í Kabúl í Afganistan.

Vissir þú...

Bósi Ljósár
Bósi Ljósár
  • … að titill vísindaskáldsögunnar Dune var þýddur sem Dúna á íslensku vegna þess að þýðendurnir vildu forðast að nota orð sem vísuðu í vatn eða snjó?
  • … að teiknimyndapersónan Bósi Ljósár (sjá mynd) var nefnd eftir geimfaranum Buzz Aldrin, öðrum manninum til að stíga fæti á tunglið?
Efnisyfirlit