15. maí

dagsetning
AprMaíJún
SuÞrMiFiLa
1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031
2024
Allir dagar


15. maí er 135. dagur ársins (136. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 230 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 2012 - François Hollande tók við embætti forseta Frakklands.
  • 2013 - Bandarískir vísindamenn lýstu í fyrsta sinn klónun mennskra stofnfruma í grein í Nature.
  • 2014 - Safn um hryðjuverkin 11. september 2001 var vígt í Bandaríkjunum.
  • 2019Fóstureyðingar voru bannaðar nema í undantekningatilvikum í bandaríska fylkinu Alabama.
  • 2020 – Vísindamenn lýstu því yfir að steingervingur margfætlu af ættkvíslinni Kampecaris sem fannst á eyjunni Kerrera í Suðureyjum væri elsta þekkta landdýr heims. Hún var uppi fyrir um 425 milljón árum.
  • 2021 - Ísraelsher skaut eldflaug á háhýsi á Gasaströndinni þar sem voru skrifstofur fréttaveita á borð við Associated Press og Al Jazeera.
  • 2022 - Hassan Sheikh Mohamud var kjörinn forseti Sómalíu í annað sinn.

Fædd

Dáin