Úran

Frumefni með efnatáknið U og sætistöluna 92

Úran[1][2] (eða úraníum[1][3] eða úranín) er silfurhvítt[1] frumefni sem flokkast sem aktiníð[1] og situr 92. sæti lotukerfisins og hefur þar af leiðandi 92 róteindir og 92 rafeindir. Því var gefið efnatáknið U.[1] Massatala úrans er 238, atómmassi þess er 238,0389[1] og þar sem það er í 92. sæti lotukerfisins þýðir það að úran hafi 146 nifteindir. Úran-238 er megin innihald sneydds úrans og er langalgengasta samsæta úrans, en um 99,284% úrans í náttúrunni er úran-238 sem hefur helmingunartíma sem spannar meira en 4 miljarða ára. Úran-235 er hins vegar næst algengasta samsæta úrans sem er aðalinnihald auðgaðs úrans.

 Neódym 
PróaktiníumÚranNeptúnín
  
EfnatáknU
Sætistala92
EfnaflokkurAktiníð
Eðlismassi19.1 kg/
Harka
Atómmassi238,0389[1] g/mól
Bræðslumark1405,3 K
Suðumark4404 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast efni
Lotukerfið

Úran er einkum notað sem kjarnorkueldsneyti. Einnig notað sem geislahlíf gegn hágeislavirkum efnum og í fleyga skriðdrekaskota. Í fyrstu kjarnorkusprengjunni Little Boy („Smádrenginum“ eða „litla drenginum“) var úran notað sem sprengiefni.

Sjá einnig

Heimildir

Tenglar

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.