Efnaflokkur

Efnaflokkur er flokkur frumefna sem deila með sér svipuðum efnis- og efnafræðilegum einkennum sem breytast stig af stigi frá öðrum enda flokksins til hins.

Efnaflokkar voru uppgötvaðir áður en lotukerfið var búið til, en í því eru efni flokkuð eftir efnafræðilegum eiginleikum.

Sumir efnaflokkar svara nákvæmlega til flokka í lotukerfinu. Þessu veldur sameiginleg frumeindarsvigrúmsstaða.

Efnaflokkar lotukerfisins eru:

Alkalímálmar(Lotukerfisflokkur 1)
Jarðalkalímálmar(Lotukerfisflokkur 2)
Lantaníðar
Aktiníðar
Hliðarmálmar
Tregir málmar
Málmungar
Málmleysingjar
Halógen(Lotukerfisflokkur 17)
Eðalgastegundir(Lotukerfisflokkkur 18)

Tengt efni