Höfuðátt

aðaláttirnar norður, suður, vestur og austur

Höfuðátt er ein af aðaláttunum fjórum[1], norður, suður, vestur og austur, þær samsvara eftirfarandi gráðum á áttavita: norður 0°, austur: 90°, suður: 180°, vestur: 270°, hinar áttirnar sem eiga sér nafn eru milliáttirnar.

Áttaviti þar sem sýndar eru fjórar höfuðáttirnar auk milliátta

Milliáttir

Milliáttir eru áttaheiti, sem liggja á milli höfuðáttanna fjögurra. Í hefðbundinni siglingafræði er níutíu gráðu bilum milli höfuðáttana skipt hverju um sig í 8 jafna hluta með sjö milliáttum og verða þá 11,25° í hverjum hluta. Milliáttirnar heita nöfnum, sem dregin eru af heitum höfuðáttanna, svo sem hér greinir:

Frá norðri til austursFrá austri til suðursFrá suðri til vestursFrá vestri til norðurs
norður (höfuðátt)austur (höfuðátt)suður (höfuðátt)vestur (höfuðátt)
norður að austriaustur að suðrisuður að vestrivestur að norðri
norðnorðausturaustsuðaustursuðsuðvesturvestnorðvestur
norðaustur að norðrisuðaustur að austrisuðvestur að suðrinorðvestur að vestri
norðaustursuðaustursuðvesturnorðvestur
norðaustur að austrisuðaustur að suðrisuðvestur að vestrinorðvestur að norðri
austnorðaustursuðsuðausturvestsuðvesturnorðnorðvestur
austur að norðrisuður að austrivestur að suðrinorður að vestri

Neðanmálsgreinar