Sumarólympíuleikarnir 1968

Sumarólympíuleikarnir 1968 voru haldnir í Mexíkóborg frá 12. október til 27. október.

Aðdragandi og skipulagning

Mexíkóborg varð fyrsta borgin í Rómönsku Ameríku til að fá úthlutað Ólympíuleikum. Sú ákvörðun var tekin á þingi Alþjóðaólympíunefndarinnar haustið 1963. Borgin hlaut meirihluta atkvæða, 30 alls, þegar í fyrstu umferð en Detroit, Lyon og Buenos Aires skiptu á milli sín 28 atkvæðum.

Í aðdraganda leikanna efndu stúdentar til mikilla mótmæla, sem stjórnvöld börðu niður af gríðarlegri hörku.

Við ferð Ólympíueldsins frá Grikklandi á keppnisstað var leitast við að fara sem líkasta leið og Kristófer Kólumbus frá Evrópu til Nýja heimsins.

Keppnisgreinar

Keppt var í 172 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.

Þátttaka Íslendinga á leikunum

Íslendingar sendu fjóra sundmenn , þrjá frjálsíþróttamenn og einn lyftingamann til þátttöku á leikunum.

Ekkert Íslandsmet leit dagsins ljós á leikunum, sem ef til vill má kenna hinu þunna lofti í Mexíkóborg.

Valbjörn Þorláksson keppti á sínum þriðju leikum í röð, en gat ekki lokið keppni í tugþraut vegna meiðsla.

Óskar Sigurpálsson keppti í Ólympískum Lyftingum.

Íslenska knattspyrnulandslíðið tók þátt í forkeppni Ólympíuleikanna og mætti þar áhugamannalandslið Spánar. Leiknum í Reykjavík lauk með 1:1 jafntefli, en Spánverjar unnu á heimavelli, 5:3 í fjörugum markaleik.

Verðlaunaskipting eftir löndum

Nr.LandGullSilfurBronsSamtals
1 Bandaríkin452834107
2 Sovétríkin29323091
3  Japan117725
4 Ungverjaland10101232
5 Austur-Þýskaland99725
6  Frakkland73515
7 Tékkóslóvakía72413
8 Vestur-Þýskaland5111026
9 Ástralía57517
10  Bretland55313
11 Pólland521118
12 Rúmenía46515
13 Ítalía34916
14 Kenýa3429
15 Mexíkó3339
16 Júgóslavía3328
17 Holland3317
18 Búlgaría2439
19 Íran2125
20  Svíþjóð2114
21 Tyrkland2002
22  Danmörk1438
23  Kanada1315
24  Finnland1214
25 Eþíópía1102
 Noregur1102
27 Nýja Sjáland1023
28 Túnis1012
29 Pakistan1001
Venesúela1001
31 Kúba0404
32  Austurríki0224
33  Sviss0145
34 Mongólía0134
35  Brasilía0123
36  Belgía0112
Suður-Kórea0112
Úganda0112
39 Kamerún0101
Jamæka0101
41 Argentína0022
42 Grikkland0011
 Indland0011
Tævan0011
Alls174170183527