Egypska byltingin 2011

Egypska byltingin 2011 (arabíska: .الثورة المصرية سنة ٢٠١١‎ al-Thawrah al-Miṣriyyah sanat 2011) hófst í Egyptalandi þann 25. janúar 2011 þegar byrjað var að mótmæla og uppþot urðu í Alexandríu, Kaíró og öðrum stórum borgum. Mótmælin komu í kjölfar mótmæla í Túnis og henni fylgdu mótmæli og uppþot í öðrum löndum í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Milljónir mótmælenda kröfðust afsagnar forsetans Hosni Mubaraks. Þann 11. febrúar sagði Mubarak af sér og við það urðu mikil fagnaðarlæti á götunum.[1]

Þann 21. febrúar fór forsætisráðherra Bretlands, David Cameron í heimsókn til Kaíró. Hann var fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að heimsækja landið eftir að Mubarak sagði af sér.[2]

Heimildir

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.