Eusébio

Eusébio da Silva Ferreira (fæddur 25. janúar 1942 í Lourenço Marques (nú Maputo) í Mósambík, látinn 5. janúar 2014, þekktastur sem Eusébio) var þekktur portúgalskur knattspyrnumaður. Færni hans og hraði á fótboltavellinum færði honum viðurnefnið Svarti hlébarðinn.

Eusébio
Upplýsingar
Fullt nafnEusébio da Silva Ferreira
Fæðingardagur25. janúar 1942
Fæðingarstaður   Lourenço Marques, Mósambík
Dánardagur   5. janúar 2014 (71 árs)
Hæð1,77 m
LeikstaðaSóknarmaður
Meistaraflokksferill1
ÁrLiðLeikir (mörk)
1957–1960Sporting Lourenço Marques()
1960–1975Benfica301 (317)
1975Rhode Island Oceaneers()
1975Boston Minutemen7 (2)
1975–1976Monterrey10 (1)
1976–1977Beira-Mar12 (3)
1976Toronto Metros-Croatia21 (18)
1977Las Vegas Quicksilver17 (2)
1977–1978New Jersey Americans()
1977–1978União Tomar()
Landsliðsferill
1961–1973Portúgal64 (41)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Eusébio

Árið 1961 gekk Eusébio til liðs við Benfica og náði strax yfirburðastöðu í liðinu aðeins 19 ára að aldri.

Eusébio var markakóngur heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu árið 1966 þegar hann skoraði 9 mörk fyrir portúgalska landsliðið. Árið 1965 var hann kjörinn Knattspyrnumaður Evrópu og 1968 var hann fyrstur til að hljóta Gullskóinn sem markakóngur Evrópu, afrek sem hann endurtók svo fimm árum síðar.

Eusébio var markahæstur í portúgölsku deildinni 10 ár í röð, frá 1964 til 1973, þegar hann átti stærsta þáttinn í að gera Benfica að portúgölskum meisturum.

Eusébio skoraði 727 mörk í 715 leikjum fyrir Benfica og 41 mark í 64 leikjum fyrir portúgalska landsliðið, met sem var ekki slegið fyrr en þann 12. október 2005, þegar knattspyrnumaðurinn Pauleta skoraði 42. mark sitt í landsleik Portúgals gegn Lettlandi.

Árin 1975-6 lék Eusébio fyrir tvö minniháttar portúgölsk lið, Beira-Mar og União de Tomar, þar sem hann skoraði 6 mörk, auk þess að leika í þrjú ár í bandarísku deildinni.

Þrátt fyrir að hafa löngu lagt skóna á hilluna starfaði Eusébio lengi með portúgalska landsliðinu þar sem var litið á hann sem nokkurs konar lukkudýr sem veitti liðinu andlegan stuðning