Norman Borlaug

Norman Ernest Borlaug (25. mars 191412. september 2009)[1] var bandarískur landbúnaðarverkfræðingur, mannvinur og handhafi friðarverðlauna Nóbels. Hann hefur verið nefndur „faðir grænu byltingarinnar“.[2]

Norman Borlaug

Borlaug lauk doktorsgráðu í plöntusjúkdómum og erfðafræði frá Háskólanum í Minnesota árið 1942. Hann tók til starfa í rannsóknum í Mexíkó, þar sem hann þróaði hveitiafbrigði sem voru vel varin sjúkdómum og höfðu mun betri nyt en önnur afbrigði.

Um miðja 20. öldina kom hann ræktun þessara afbrigða í gang í Mexíkó, Pakistan og Indlandi með þeim afleiðingum að fæðuræktun í þessum löndum stórjókst og fæðuöryggi þeirra stórbatnaði.[3] Þessi aukning í fæðuframboði hefur verið nefnt Græna byltingin og Borlaug er oft eignað að hann hafi bjargað yfir milljarði manna frá hungurdauða um allan heim.[4] Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1970 í þakkarskyni fyrir að hafa stuðlað að friði í heiminum með öruggara fæðuframboði.

Seinna á lífsleiðinni einbeitti hann sér að því að auka fæðuframboð í Asíu og einkum Afríku.[5]

Heimildir