Sumarólympíuleikarnir 1992

Sumarólympíuleikarnir 1992 voru haldnir í Barcelona á Spáni frá 25. júlí til 9. ágúst.

Keppnisgreinar

Keppt var í 237 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.

Handknattleikskeppni ÓL 1992

Þremur dögum fyrir setningu Ólympíuleikanna var tilkynnt að vegna samskiptabanns Sameinuðu þjóðanna, yrði Júgóslövum bannað að keppa í hópíþróttum á leikunum. Íslendingum var því boðið að hlaupa í skarðið á síðustu stundu í handknattleikskeppninni.

Íslenska liðið fór rólega af stað. Naumur sigur vannst á liði Brasilíu í fyrsta leik. Því næst fylgdi jafntefli við Tékkóslóvakíu. Stórsigur á Ungverjalandi og sigur á Suður-Kóreu þýddu að liðið var komið í undanúrslit, þrátt fyrir skell gegn heimsmeisturum Svía í lokaleik riðilsins.

Í undanúrslitunum reyndist lið Samveldis sjálfstæðra ríkja of sterkur andstæðingur fyrir íslenska liðið. Samveldið varð að lokum Ólympíumeistari eftir sigur á Svíum í úrslitum. Íslenska liðið tapaði loks fyrir Frökkum í leik um bronsið. Uppskeran varð því fjórða sætið, sem var besti árangur Íslands á stórmóti í handknattleik fram að því.

Þáttaka

Þátttaka Íslendinga á leikunum

Auk handknattleikslandsliðsins, sendu Íslendingar þrettán íþróttamenn til Barcelona: fjóra frjálsíþróttamenn, tvær sundkonur, þrjá júdókappa, þrjá badmintonmenn og einn keppanda í skotfimi.

Spjótkastarinn Sigurður Einarsson náði bestum árangri einstaklingsíþróttamannanna, hafnaði í fimmta sæti. Fyrir leikanna hafði Vilhjálmur Einarsson verið talinn líklegastur til afreka, en hann varð fjórtándi og missti naumlega af því að komast upp úr forkeppninni. Kringlukastarinn Vésteinn Hafsteinsson og kúluvarparinn Pétur Guðmundsson höfnuðu fyrir ofan miðjan hóp.

Óvenjufáir íslenskir sundmenn tóku þátt á leikunum, þær Helga Sigurðardóttir og Ragnheiður Runólfsdóttir. Náði sú síðarnefnda nítjánda sæti í 100 metra bringusundi.

Carl J. Eiríksson keppti í skotfimi. Hann var elstur þátttakenda á öllum leikunum, 65 ára að aldri.

Keppendur Íslands í badminton og júdó féllu allir snemma úr keppni.

Verðlaunahafar eftir löndum

NrLöndGullSilfurBronsAlls
1 Samveldi sjálfstæðra ríkja453829112
2 Bandaríkin373437108
3 Þýskaland33212882
4  Kína16221654
5 Kúba1461131
6 Spánn137222
7 Suður-Kórea1251229
8 Ungverjaland1112730
9  Frakkland851629
10  Ástralía791127
11  Kanada74718
12  Ítalía65819
13  Bretland531220
14 Rúmenía46818
15 Tékkóslóvakía4217
16 Norður-Kórea4059
17 Japan381122
18 Búlgaría37616
19 Pólland361019
20 Holland26715
21 Kenýa2428
22 Noregur2417
23 Tyrkland2226
24 Indónesía2215
25 Brasilía2103
26 Grikkland2002
27 Svíþjóð17412
28 Nýja Sjáland14510
29 Finnland1225
30 Danmörk1146
31 Marokkó1113
32 Írland1102
33 Eþíópía1023
34 Alsír1012
Eistland1012
Litháen1012
37 Sviss1001
38 Jamæka0314
Nígería0314
40 Lettland0213
41 Austurríki0202
Namibía0202
Suður-Afríka0202
44 Belgía0123
Króatía0123
Óháðir keppendur0123
Íran0123
48 Ísrael0112
49 Taiwan0101
Mexíkó0101
Perú0101
52 Mongólía0022
Slóvenía0022
54 Argentína0011
Bahamaeyjar0011
Kólumbía0011
Ghana0011
Malasía0011
Pakistan0011
Filippseyjar0011
Púertó Ríkó0011
Katar0011
Súrinam0011
Tæland0011
Alls260257298815