Þórín

Frumefni með efnatáknið Th og sætistöluna 90

Þórín (eða þóríum) er geislavirkt frumefni sem er eitt af fimmtán efnum sem flokkast sem aktiníð. Þórín hefur táknið Th og er með sætistöluna 90 í lotukerfinu. Þórín er silfurgrátt á lit en verður svart þegar það hvarfast við súrefni. Það er tiltölulega mjúkt og sveigjanlegt og hefur hátt bræðslumark. Það hefur stöðugt oxunarstig +4, er mjög hvarfgjarnt og getur brunnið í súrefni ef það er sallað fínt.

 Serín 
AktínÞórínProtaktín
  
EfnatáknCe
Sætistala90
EfnaflokkurAktiníð
Eðlismassi11700 kg/
Harka3,0
Atómmassi232,0377 g/mól
Bræðslumark2023 K
Suðumark5061 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Það er að finna náttúrulega (án mannlegrar aðkomu) í umhverfinu og er til skoðunar til notkunar í stað úrans við framleiðslu kjarnaorku.

Að margra áliti er þórín ákjósanlegra við kjarnorkuframleiðslu þar sem (í framkvæmd) er ekki unnt að nota það til að búa til kjarnorkuvopn. Þar að auki er úrgangurinn sem myndast síður varasamur.


  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.