10. febrúar

dagsetning
JanFebrúarMar
SuÞrMiFiLa
123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829
2024
Allir dagar


10. febrúar er 41. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 324 dagar (325 á hlaupári) eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 684 - K'inich Kan B'alam 2. tók við völdum í Palenque.
  • 1258 - Orrustan um Bagdad: Mongólar Húlagú Kan lögðu Bagdad í rúst.
  • 1306 - Róbert Bruce drap helsta andstæðing sinn, John Comyn, fyrir framan háaltarið í Grámunkakirkjunni í Dumfries í Skotlandi.
  • 1477 - María af Búrgund erfði hertogadæmi föður síns, Karls djarfa.
  • 1567 - Henry Stuart, lávarður af Darnley, eiginmaður Maríu Stúart Skotadrottningar, var myrtur í Edinborg.
  • 1716 - James Edward Stuart flúði frá Skotlandi til Frakklands ásamt nokkrum fylgismönnum sínum.
  • 1763 - Sjö ára stríðið: Friðarsamningar milli Frakka, Spánverja, Breta og Portúgala voru undirritaðir í París.
  • 1824 - Simón Bolívar varð einræðisherra í Perú.
  • 1863 - Alanson Crane fékk einkaleyfi á slökkvitæki.
  • 1920 - Alþingi kom saman til aukaþinghalds. Stjórnarskrárfrumvarpið frá árinu áður samþykkt óbreytt.
  • 1931 - Nýja Delí varð höfuðborg Indlands.
  • 1938 - Karol 2. Rúmeníukonungur tók sér alræðisvald.
  • 1943 - Orlofslög voru samþykkt á Alþingi sem tryggðu einn frídag fyrir hvern unninn mánuð.
  • 1944 - Þrjár þýskar flugvélar gerðu árás á 10 þúsund lesta olíuskip, El Grillo, á Seyðisfirði og sökktu því með sprengjum.
  • 1954 - Dwight Eisenhower, forseti Bandaríkjanna, varaði við því að Bandaríkjamenn hefðu afskipti af Víetnam.
  • 1962 - Elliðaslysið: Tveir fórust þegar togarinn Elliði frá Siglufirði sökk út af Snæfellsnesi. Togarinn Júpíter bjargaði öðrum úr áhöfninni, 26 manns.
  • 1970 - 39 ferðamenn fórust í snjóflóði sem féll nærri Val d'Isère í Frakklandi.
  • 1975 - Evrópuráðið gaf út Jafnlaunatilskipunina.
  • 1975 - Isabel Perón gaf hernum leyfi til að nota öll meðul til að brjóta á bak aftur andstöðu í Tucumán í Argentínu.
  • 1986 - Stórréttarhöldin gegn mafíunni hófust í Palermó á Sikiley.
  • 1992 - Mike Tyson var ákærður fyrir að hafa nauðgað Desiree Washington.
  • 1993 - Mani pulite: Claudio Martelli sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í kjölfar hneykslismála.
  • 1996 - IBM-ofurtölvan Deep Blue sigraði Garrí Kasparov í fyrsta sinn.
  • 1997 - Sandline-málið komst í hámæli þegar ástralskir fjölmiðlar greindu frá því að ríkisstjórn Papúu Nýju-Gíneu hefði ráðið málaliða til að kveða niður uppreisn á Bougainville-eyju.

Fædd

Dáin