24. mars

dagsetning
FebMarApr
SuÞrMiFiLa
12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31
2024
Allir dagar


24. mars er 83. dagur ársins (84. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 282 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 1084 - Wiberto varð Klemens 3. mótpáfi.
  • 1208 - Innósentíus 3. setti England í bann þar sem Jóhann konungur hafði neitað að fara að óskum páfa varðandi útnefningu á nýjum erkibiskupi af Kantaraborg.
  • 1401 - Timur Lenk, höfðingi Mongóla, lagði undir sig Damaskus.
  • 1548 - Gissur Einarsson biskup í Skálholti lést. Hann var fyrsti lútherski biskupinn á Íslandi.
  • 1603 - Jakob 6. Skotakonungur varð jafnframt Jakob 1. Englandskonungur og var þar með komið á konungssambandi á milli landanna tveggja.
  • 1609 - Pólsk-litháíska samveldið sigraði flota Svía í orrusunni við Salis.
  • 1663 - Karl 2. Englandskonungur gerði Karólínu að nýlendu.
  • 1703 - Þórdís Jónsdóttir í Bræðratungu flúði undan barsmíðum Magnúsar Sigurðssonar, manns síns. Hann taldi hana eiga í ástarsambandi við Árna Magnússon.
  • 1882 - Grein Robert Koch, þar sem hann lýsti berklabakteríunni Mycobacterium tuberculosis í fyrsta skipti, kom út.
  • 1931 - Fluglínutæki voru notuð í fyrsta skipti til björgunar á Íslandi. Slysavarnadeildin Þorbjörn bjargaði 38 manna áhöfn franska togarans Cap Fagnet frá Fécamp þegar hann strandaði í slæmu veðri við bæinn Hraun austan Grindavíkur aðfaranótt 24. mars.
  • 1958 - Sád, konungur Sádí-Arabíu, veitti Faisal bróður sínum aukin völd til þess að stemma stigu við versnandi afkomu ríkisins.
  • 1958 - Elvis Presley sinnti herkvaðningu og varð óbreyttur hermaður númer 53310761.
  • 1959 - Reglugerð var sett um stefnuljós á bifreiðum og önnur um umferðarmerki á Íslandi.
  • 1972 - Kvikmyndin Guðfaðirinn var frumsýnd í Bandaríkjunum.
  • 1972 - Breska ríkisstjórnin hóf beina stjórn Norður-Írlands.
  • 1973 - Kjarvalsstaðir á Miklatúni í Reykjavík voru formlega opnaðir með stórri sýningu á verkum Jóhannesar S. Kjarvals listmálara.
  • 1973 - Hljómplata Pink Floyd, Dark Side of the Moon, kom út í Bretlandi.
  • 1974 - Varðskipið Týr kom til landsins.
  • 1976 - Argentínski herinn steypti Ísabellu Perón af stóli.
  • 1986 - Fyrsta plata Pet Shop Boys, Please, kom út.
  • 1987 - Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra var sakaður um að vantelja greiðslur til sín frá Hafskipum og sagði af sér þess vegna. Eftir það stofnaði hann Borgaraflokkinn, sem náði nokkru fylgi í kosningum mánuði síðar.
  • 1987 - Michael Eisner og Jacques Chirac undirrituðu samkomulag um byggingu Euro Disney (nú Disneyland Paris).
  • 1988 - Fyrsti McDonald's-veitingastaðurinn var opnaður í Belgrad í Júgóslavíu.
  • 1988 - Mordechai Vanunu var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir að hafa afhjúpað kjarnavopnaáætlun Ísraels.
  • 1989 - Exxon Valdez-olíulekinn átti sér stað úti fyrir ströndum Alaska.
  • 1992 - Samningur um opna lofthelgi var undirritaður í Helsinki.
  • 1995 - Í fyrsta sinn í 26 ár voru engir breskir hermenn á verði á götum Belfast á Norður-Írlandi.
  • 1996 - Marcopper-námaslysið átti sér stað á eyjunni Marinduque á Filippseyjum.
  • 1998 - Mitchell Johnson og Andrew Golden skutu fjóra nemendur og einn kennara til bana í miðskóla í Jonesboro í Arkansas.
  • 1999 - Kosóvóstríðið: NATO varpaði sprengjum á skotmörk í Júgóslavíu. Þetta var í fyrsta sinn sem NATO réðist á fullvalda ríki.
  • 2001 - Fyrsta útgáfa Mac OS X („Cheetah“) kom á markað.
  • 2003 - Arababandalagið samþykkti ályktun um að herir Bandaríkjanna og Breta yfirgæfu Írak tafarlaust.
  • 2004 - Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi en forseti Íslands synjaði því síðar staðfestingar.
  • 2005 - Túlípanabyltingin í Kirgistan náði hámarki þegar forseta landsins, Askar Akayev, var komið frá völdum.
  • 2008 - Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Bútan voru haldnar.
  • 2013 - Forseti Mið-Afríkulýðveldisins, François Bozizé, flúði til Austur-Kongó þegar uppreisnarmenn náðu höfuðborginni, Bangví, á sitt vald.
  • 2014 - Rússland var rekið úr G8 af hinum sjö ríkjunum í kjölfar innlimunar Krímskaga.
  • 2015 - 150 manns létust þegar Airbus A320-211-farþegaþota Germanwings brotlenti í frönsku Ölpunum.
  • 2016 - Fyrrum leiðtogi Bosníu-Serba, Radovan Karadžić, var dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni.
  • 2018 - March for Our Lives-gangan gegn byssuofbeldi og með strangari skotvopnalöggjöf var haldin um allan heim.

Fædd

Dáin