1979

ár

Árið 1979 (MCMLXXIX í rómverskum tölum) var 79. ár 20. aldar sem hófst á mánudegi. Árið var nefnt „ár barnsins“ hjá Sameinuðu þjóðunum.

Árþúsund:2. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Atburðir

Janúar

Múhameð Resa Pahlavi og Farah Diba rétt fyrir flóttann til Egyptalands
  • 1. janúar - Júra, sem myndað var úr frönskumælandi og kaþólskum héruðum Bern, varð 26. kantóna Sviss.
  • 1. janúar - Bandaríkin tóku upp stjórnmálasamband við Alþýðulýðveldið Kína og viðurkenndu stjórn þess sem einu lögmætu stjórn Kína.
  • 4. janúar - Deng Xiaoping hélt í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna.
  • 5. janúar - Breska hljómsveitin Queen gaf út lagið „Don't Stop Me Now“.
  • 7. janúar - Frystihús Ísbjarnarins (síðar Granda) í Örfirisey var tekið í notkun. Það var sagt eitt fullkomnasta frystihús í heimi.
  • 7. janúar - Víetnamski herinn réðist inn í Kambódíu og hrakti Rauðu kmerana frá völdum.
  • 9. janúar - Sænska hljómsveitin ABBA flutti lagið „Chiquitita“ á góðgerðartónleikunum Music for UNICEF í tilefni af ári barnsins í New York-borg.
  • 12. janúar - Átján ára starfsmaður sjúkrahúss í Malmö í Svíþjóð játaði að hafa orðið fjölda aldraðra sjúklinga að bana með því að eitra fyrir þeim.
  • 16. janúar - Íranska byltingin: Múhameð Resa Pahlavi Íranskeisari flúði ásamt fjölskyldu sinni til Egyptalands.
  • 26. janúar - Sjónvarpsþáttaröðin Dukes of Hazard hóf göngu sína á CBS.
  • 29. janúar - Brenda Ann Spencer, þá sextán ára, hóf skothríð í grunnskóla í San Diego með þeim afleiðingum að tveir starfsmenn létust og nokkrir nemendur særðust. Ástæðan sem hún gaf var að henni líkaði ekki við mánudaga, sem varð til þess að írska hljómsveitin The Boomtown Rats gerði lagið „I Don't Like Mondays“ skömmu síðar.

Febrúar

Khomeini kemur til Íran 1. febrúar

Mars

Sadat, Carter og Begin takast í hendur eftir undirritun friðarsamninga 26. mars

Apríl

Hotel Slavija í Budva eftir jarðskjálftann

Maí

Brak úr flugvél America Airlines við O'Hare-flugvöll

Júní

Olíuslysið í Campeche-flóa

Júlí

Skylab árið 1974

Ágúst

Northrop-vélin úr Þjórsá eftir viðgerðir á flugvélasafni norska hersins, Gardermoen

September

Ljósmynd af hringjum Satúrnusar tekin af Pioneer 11

Október

Nóvember

Mótmæli í Bandaríkjunum vegna gíslatökunnar

Desember

Ódagsettir atburðir

  • Veitingastaðurinn Hornið var stofnaður í Reykjavík.
  • Samtökin Concerned Women for America voru stofnuð í Kaliforníu.
  • Hljómsveitin Baraflokkurinn var stofnuð á Akureyri.
  • Hljómsveitin Europe var stofnuð í Svíþjóð.
  • Hljómsveitin Spliff var stofnuð í Þýskalandi.
  • Hljómsveitin Bad Religion var stofnuð í Bandaríkjunum.
  • Einbirnisstefnan var tekin upp í Kína.
  • Töflureiknirinn VisiCalc kom á markað.

Fædd

Mena Suvari
Hafdís Huld
Pink

Dáin

Sid Vicious

Nóbelsverðlaunin