7. september

dagsetning
ÁgúSeptemberOkt
SuÞrMiFiLa
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930
2024
Allir dagar


7. september er 250. dagur ársins (251. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 115 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 2000 - Eldsneytismótmælin í Bretlandi hófust.
  • 2004 - Myndasafnið Wikimedia Commons var stofnað.
  • 2008 - Bandaríkjastjórn tók yfir stjórn lánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac.
  • 2009 - Noregur og Svíþjóð gerðu með sér samning um sameiginlegan markað fyrir græn vottorð.
  • 2010 - Ísrael gerðist aðili að OECD.
  • 2011 - Lokomotiv Jaroslavl-slysið: 44 fórust þegar flugvél sem flutti leikmenn íshokkíliðsins Lokomotiv Jaroslavl hrapaði við borgina Jaroslavl.
  • 2012 - Stjórn Kanada lét loka sendiráði landsins í Teheran vegna stuðnings Írana við Sýrlandsstjórn, kjarnorkuáætlun og mannréttindabrot.
  • 2018 - Vísindamenn ESA og NASA sögðu frá uppgötvun stjörnuþokunnar Bedin 1.

Fædd

Dáin