3. september

dagsetning
ÁgúSeptemberOkt
SuÞrMiFiLa
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930
2024
Allir dagar

3. september er 246. dagur ársins (247. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 119 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 301 - Stofndagur lýðveldisins San Marínó.
  • 590 - Gregoríus 1. varð páfi.
  • 1189 - Ríkharður ljónshjarta var krýndur konungur Englands.
  • 1260 - Mamlúkar sigruðu Mongóla í orrustunni við Ain Djalut í Palestínu.
  • 1458 - Enea Silvio Piccolomini varð Píus 2. páfi.
  • 1650 - Enskur þingher undir stjórn Olivers Cromwell sigraði fylgismenn Karls 2. í orrustunni við Dunbar.
  • 1651 - Ensku borgarastyrjöldinni lauk með sigri Cromwells á Karli 2. í orrustunni við Worchester.
  • 1654 - Lýðveldisflokkurinn á Afgangsþinginu dró völd Cromwells í efa.
  • 1658 - Richard Cromwell tók við völdum í Englandi eftir lát föður síns.
  • 1660 - Jakob Stúart, bróðir Karls 2. Englandskonungs, gekk að eiga Önnu Hyde.
  • 1783 - Bretar viðurkenndu sjálfstæði Bandaríkjanna.
  • 1886 - Steypiregn og skriðuföll á Kjalarnesi ollu miklu tjóni á túnum og húsum.
  • 1899 - Kirkja var vígð á Hesteyri.
  • 1914 - Giacomo Della Chiesa varð Benedikt 15. páfi.
  • 1919 - Enskur flugmaður, Cecil Faber, flaug flugvél í Vatnsmýrinni í Reykjavík og var það fyrsta flug á Íslandi. Flugvélin var af Avro-gerð.
  • 1921 - 206 metra löng brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi var vígð og þótti vera ein mesta og vandaðasta brú fram að þeim tíma.
  • 1939 - Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur í kjölfar innrásar Þjóðverja í Pólland.
  • 1943 - Pietro Badoglio, forsætisráðherra Ítalíu, undirritaði vopnahléssamkomulag við Bandamenn.
  • 1967 - Hægri umferð var tekin upp í Svíþjóð.
  • 1971 - Katar varð sjálfstætt ríki.
  • 1976 - Lendingarfar Viking 2-geimfarsins lenti á Mars.
  • 1981 - Anwar Sadat neyddi páfa koptísku kirkjunnar, Shenouda 3., í útlegð.
  • 1982 - Sýning var opnuð á Kjarvalsstöðum á verkum Bertels Thorvaldsen og var það fyrsta sýning utan Danmerkur á vegum Thorvaldsensafnsins í Kaupmannahöfn.
  • 1982 - Ítalski herforinginn Carlo Alberto Dalla Chiesa var myrtur, ásamt eiginkonu sinni og bílstjóra, af ítölsku mafíunni í Palermó.
  • 1987 - Herforinginn Pierre Buyoya steypti forseta Búrúndí, Jean-Baptiste Bagaza, af stóli.
  • 1988 - Tekin var í notkun Óseyrarbrú yfir ósa Ölfusár og styttist leiðin milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka við það úr 45 í 15 kílómetra.
  • 1995 - Uppboðsvefurinn eBay var stofnaður.
  • 1998 - Sómalski föðurlandsflokkurinn lýsti yfir stofnun sjálfstæða ríkisins Júbalands.
  • 2001 - Norðurírskir sambandssinnar hófu mótmæli við kaþólskan stúlknaskóla í Belfast.
  • 2004 - Gíslatakan í Beslan: Rússneskar hersveitir gerðu innrás í grunnskóla í Beslan þar sem hryðjuverkamenn héldu starfsfólki og börnum í gíslingu. 344 féllu í árásinni, þar af 172 börn.
  • 2004 - Íslenska kvikmyndin Dís var frumsýnd.
  • 2005 - Fyrsti þáttur Stelpnana var frumsýndur.
  • 2006 - Smjörklípuaðferðin var kynnt til sögunnar í Kastljósviðtali við Davíð Oddsson.
  • 2016 - Bandaríkin og Kína fullgiltu Parísarsamkomulagið um loftslagsmál.
  • 2017 - Norður-Kórea framkvæmdi sína sjöttu kjarnorkutilraun.

Fædd

Dáin