21. september

dagsetning
ÁgúSeptemberOkt
SuÞrMiFiLa
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930
2024
Allir dagar

21. september er 264. dagur ársins (265. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 101 dagur er eftir af árinu.

Atburðir

  • 1305 - Loðvík af Navarra gekk að eiga Margréti af Búrgund.
  • 1322 - Karl 4. giftist Maríu af Lúxemborg.
  • 1435 - Arras-sáttmálinn var gerður á milli Karls 7. Frakkakonungs og Filippusar góða Búrgundarhertoga var undirritaður. Þar með lauk bandalagi Búrgundarmanna og Englendinga gegn Frakkakonungi.
  • 1599 - Leikritið Júlíus Sesar eftir William Shakespeare var frumsýnt í Globe-leikhúsinu í London, sem var reist þetta sama ár.
  • 1608 - Háskólinn í Oviedo var stofnaður.
  • 1610 - Pólskur her lagði Moskvu undir sig og hélt borginni næstu tvö árin.
  • 1615 - Nokkur spænsk hvalveiðiskip brotnuðu í óveðri við Strandir. Hópur skipbrotsmanna var drepinn í Spánverjavígunum síðar um haustið.
  • 1676 - Benedetto Odescalchi varð Innósentíus 11. páfi.
  • 1919 - Reykjanesviti skemmdist allnokkuð í jarðskjálfta.
  • 1931 - Verslunarkeðjan Standa var stofnuð í Mílanó.
  • 1936 - Franska herskipið L'Audacieux kom til Reykjavíkur og köfuðu menn á þess vegum niður að flaki Pourquoi-pas?, sem lá á níu metra dýpi við skerið Hnokka innst í Faxaflóa.
  • 1937 - Skáldsagan Hobbitinn eftir J. R. R. Tolkien var fyrst gefin út í Bretlandi.
  • 1938 - Edvard Beneš, forseti Tékklands, fékk þau skilaboð frá Bretum og Frökkum að þeir myndu ekki reyna með vopnavaldi að hindra Hitler í að innlima Súdetaland.
  • 1957 - Ólafur varð Noregskonungur við andlát föður síns Hákons 7.
  • 1963 - Eiríkur Kristófersson, fyrrverandi skipherra á skipum Landhelgisgæslunnar, var sæmdur æðstu orðu Breta, sem erlendir menn geta fengið, fyrir framgöngu sína við björgun breskra sjómanna.
  • 1964 - Malta fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
  • 1971 - Pakistan lýsti yfir neyðarástandi.
  • 1972 - Ferdinand Marcos lýsti yfir gildistöku herlaga á Filippseyjum.
  • 1976 - Fyrsta „alþjóðlega pönkhátíðin“ var haldin á 100 Club í London.
  • 1982 - Alþjóðlegur dagur friðar var haldinn í fyrsta sinn.
  • 1981 - Belís fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
  • 1985 - Í Þjóðleikhúsinu var flutt óperan Grímudansleikur eftir Verdi. Kristján Jóhannsson söng aðalhlutverkið.
  • 1989 - Universidade do Estado de Minas Gerais var stofnaður í Brasilíu.
  • 1989 - Tónleikahúsið Olavshallen var vígt í Þrándheimi.
  • 1991 - Armenía lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
  • 1997 - Íslamski hjálpræðisherinn lýsti einhliða yfir vopnahléi í Alsír.
  • 1998 - Listaháskóli Íslands var stofnaður.
  • 1998 - Bandarísku sjónvarpsþættirnir The King of Queens hófu göngu sína á NBC.
  • 1999 - 2.400 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Taívan.
  • 2001 - Góðgerðatónleikarnir America: A Tribute to Heroes voru sendir út af 35 sjónvarpsstöðvum.
  • 2004 - Bygging hæsta turns heims, Burj Khalifa, hófst.
  • 2007 - Bandaríska kvikmyndin Into the Wild var frumsýnd.
  • 2011 - Troy Davis var tekinn af lífi í Bandaríkjunum fyrir morð á lögreglumanni þrátt fyrir alþjóðleg mótmæli.
  • 2012 - Íslenska kvikmyndin Djúpið var frumsýnd.
  • 2013 - Hryðjuverkamenn á vegum al-Shabaab frá Sómalíu gerðu árás á Westgate-verslunarmiðstöðina í Naíróbí í Kenýa og myrtu fólk í tugatali.
  • 2016 - Bátsmannsbúð við Konungslega listaháskólann í Stokkhólmi skemmdist í bruna sem stóð í sólarhring.
  • 2020 - Microsoft keypti tölvuleikjafyrirtækið ZeniMax Media fyrir 7,5 milljarða dala.

Fædd

Dáin