Apabólufaraldurinn 2022–2023

Farsótt apabólu átti sér stað 2022-2023. Útbreiðsla var staðfest í maí 2022.[1] tilfelli greindust í Bretlandi, þar sem fyrsta tilfellið greindist í London 6. maí 2022 hjá sjúklingi með nýlega ferðasögu frá Nígeríu (þar sem sjúkdómurinn er algengur).[2][3][4] Þann 16. maí staðfesti breska heilbrigðisöryggisstofnunin (UKHSA) fjögur ný tilfelli án tengsla við ferðalög til landsins. Einstaklingarnir virtust hafa smitast í London.[5] Frá og með 18. maí voru tilkynnt um tilfelli frá fjölda landa og svæða, aðallega í Evrópu og Ameríku en einnig í Asíu, Afríku og Eyjaálfu. Faraldurinn er í fyrsta sinn þar sem apabóla hefur breiðst út utan Mið- og Vestur-Afríku.

Kort sem sýnir útbreiðslu apabólu.

Þann 23. júlí lýsti framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu.[6][7] Frá og með 5. júní 2023 höfðu alls 87.929 staðfest tilfelli greinst í rúmlega 111 löndum.[8][9]

Apabóla á Íslandi

Þann 8. júní 2022 greindust fyrstu tilfelli af apabólu á Íslandi.[10] Samtals hafa 16 smit verið greind á Íslandi.[9] Bólusetningar gegn veirunni hófust í lok júlí 2022.[11]

Tilvísanir