Jarðarber

Jarðarber (fræðiheiti: Fragaria) er undirflokkur lágvaxinna plantna af rósaætt og gefur af sér rauð aldin sem eru æt. Sú jarðarberjategund sem oftast er ræktuð er afbrigði sem kallast Fragaria × ananassa. Jarðarber eru víða ræktun í tempraða beltinu, en einnig víða við heimahús út um allan heim. Jarðarber eru ekki raunveruleg ber, þau eru svokölluð skinaldin.

Jarðarber

Vísindaleg flokkun
Ríki:Plantae
Fylking:Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur:Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur:Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt:Rosaceae
Undirætt:Rosoideae
Ættflokkur:Potentilleae
Undirættflokkur:Fragariinae
Ættkvísl:Fragaria
L.

Villijarðarber (Fragaria vesca) vaxa villt á Íslandi. Þau eru minni en þær jarðaberjategundir sem eru ræktaðar til sölu.

Flokkun

Það eru meir en 20 mismunandi jarðarberjategundir í heiminum.[1] Lykillinn að flokkun jarðarberjategunda er litningatala þeirra. Það eru sjö grunn gerðir af litningum sem þau hafa sameiginleg. Hinsvegar hafa þau mismunandi margfeldi af þeim; litningatölu (polyploidy). Sumar tegundir eru tvílitna, með tvö sett af sjö litningum (14 samanlagt) og svo framvegis.

Gróflega (með undantekningum) eru tegundir með fleiri litninga kröftugri og stærri og með stærri berjum.[2]

Tvílitna tegundir (Diploid sp.)

Fragaria_daltoniana, tegund frá Himalaja
Villijarðarber (Fragaria_vesca)
Blóm Fragaria nilgerrensis, Asísk tegund
Villijarðarber (Fragaria viridis) frá Sosnovka, Penza Oblast, Rússlandi
  • Fragaria bucharica Losinsk. (Kína)
  • Fragaria daltoniana J.Gay (Himalaja)
  • Fragaria gracilis Losinskaja (Kína)
  • Fragaria iinumae Makino (East Russia, Japan)
  • Fragaria nilgerrensis Schlecht. ex J.Gay (Suður and Suðaustur Asía)
  • Fragaria nipponica Makino (Japan)
  • Fragaria nubicola Lindl. ex Lacaita (Himalaja)
  • Fragaria pentaphylla Losinsk. (Kína)
  • Fragaria rubicola
  • Fragaria vesca Coville - villijarðarber (Norðurhveli) (á Íslandi)
  • Fragaria viridis Duchesne (Evrópa, Mið Asía) (stundum talin villt á Íslandi, ekki staðfest)
  • Fragaria yezoensis H.Hara (Norðaustur Asía)
  • Fragaria x bifera Duchesne - (F. vesca × viridis). Evrópa

Fjórlitna tegundir (Tetraploid sp.)

  • Fragaria moupinensis Cardot (Kína)
  • Fragaria orientalis Losinsk. - (Austur Asía, austur Síbería)

Fimmlitna blendingar (Pentaploid hybr.)

  • Fragaria × bringhurstii Staudt (strönd Kaliforníu)

Sexlitna tegundir (Hexaploid sp.)

  • Fragaria moschata Duchesne - (Evrópa)

Áttlitna tegundir og blendingar (Octoploid sp.)

  • Fragaria × ananassa Duchesne ex Rozier - Garðajarðarber
  • Fragaria chiloensis (L.) Mill. - (vestur Ameríka)
    • Fragaria chiloensis subsp. chiloensis forma chiloensis
    • Fragaria chiloensis subsp. chiloensis forma patagonica (Argentína, Chile)
    • Fragaria chiloensis subsp. lucida (E. Vilm. ex Gay) Staudt (strönd Bresku Kólumbíu, Washington, Oregon, Kalifornía)
    • Fragaria chiloensis subsp. pacifica Staudt (strönd Alaska, Breska Kólumbía, Washington, Oregon, Kalifornía)
    • Fragaria chiloensis subsp. sandwicensis (Decne.) Staudt Ōhelo papa (Hawaii)
  • Fragaria iturupensis Staudt - Iturup strawberry (Iturup, Kúrileyjar)
  • Fragaria virginiana Mill. - Virginia strawberry (Norður Ameríka)

Tílitna tegundir og blendingar (Decaploid sp.)

  • Fragaria cascadensis K.E. Hummer, Cascade Mountains í Oregon, Bandaríkjunum[3]
  • Fragaria × Comarum blendingar
  • Fragaria × vescana

Óflokkaðir blendingar

F. var. ‘Lipstick’, rauðblómstrandi, með ofanjarðarrenglum, smá kringlótt ber.

Tenglar

Heimildir

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.