Matteo Renzi

56. forsætisráðherra Ítalíu

Matteo Renzi (f. 11. janúar 1975) er ítalskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Ítalíu frá febrúar 2014 til desember 2016.[1][2] Renzi sagði af sér eftir að tillögum hans um stjórnarskrárbreytingar var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í desember árið 2016 og utanríkisráðherra hans, Paolo Gentiloni, var útnefndur forsætisráðherra af Sergio Mattarella forseta lýðveldisins. Ríkisstjórn Renzi og Gentiloni er sú fjórða langlífasta í sögu ítalska lýðveldisins.[3] Renzi var héraðsforseti Flórens frá 2004 til 2009 og borgarstjóri Flórens frá 2009 til 2014.[4][5]

Matteo Renzi
Forsætisráðherra Ítalíu
Í embætti
22. febrúar 2014 – 12. desember 2016
ForsetiGiorgio Napolitano
Sergio Mattarella
ForveriEnrico Letta
EftirmaðurPaolo Gentiloni
Persónulegar upplýsingar
Fæddur11. janúar 1975 (1975-01-11) (49 ára)
Flórens, Toskana, Ítalíu
ÞjóðerniÍtalskur
StjórnmálaflokkurLýðræðisflokkurinn (2007–2019)
Italia Viva (2019-)
MakiAgnese Landini (g. 1999)
Börn3
HáskóliHáskólinn í Flórens
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Renzi var 39 ára og 42 daga gamall þegar hann tók við embætti forsætisráðherra og er þar með yngsti maðurinn sem hefur gegnt embættinu auk þess sem hann var yngsti þjóðarleiðtogi í G7. Hann var einnig fyrsti sitjandi borgarstjórinn sem varð forsætisráðherra. Renzi var stundum talinn eiginlegur leiðtogi evrópska sósíalistaflokksins á Evrópuþinginu í andstöðu við evrópska þjóðarflokkinn.[6][7][8]

Renzi er almennt talinn frjálslyndur miðjumaður í stjórnmálum.[9] Ríkisstjórn Renzi stóð fyrir ýmsum umbótum, þar á meðal breytingum á kosningakerfinu, slökun á verkalögum til að ýta undir hagvöxt, endurskipulagningu á stjórnsýslukerfinu, lögleiðingu á borgaralegri sambúð samkynhneigra, einföldun á borgaralegum réttarhöldum og niðurfellingu margra skatta.[10][11]

Renzi sat ekki á ítalska þinginu á meðan hann var forsætisráðherra en hann settist á þing eftir þingkosningarnar árið 2018. Eftir kosningarnar, þar sem miðvistribandalag Renzi lenti í þriðja sæti, sagði Renzi af sér sem formaður ítalska Lýðræðisflokksins þann 12. mars 2018.[12][13][14]

Þann 17. september árið 2019, eftir að Lýðræðisflokkurinn hafði myndað nýja ríkisstjórn með Fimmstjörnuhreyfingunni, lýsti Renzi því yfir að hann hygðist segja sig úr flokknum og stofna nýjan, miðjusinnaðan stjórnmálaflokk. Renzi sagðist þó styðja ríkisstjórnina og að með stofnun nýja flokksins myndi hún hafa breiðari skírskotun.[15] Þann 14. janúar 2021 dró Renzi hins vegar stuðning nýja flokksins við ríkisstjórnina til baka.[16] Þetta leiddi til afsagnar stjórnar Giuseppe Conte ellefu dögum síðar.[17]

Tilvísanir


Fyrirrennari:
Enrico Letta
Forsætisráðherra Ítalíu
(22. febrúar 201412. desember 2016)
Eftirmaður:
Paolo Gentiloni