Yttrín

Frumefni með efnatáknið Y og sætistöluna 39

Yttrín (eftir sænska bænum Ytterby) er frumefni með efnatáknið Y og er númer 39 í lotukerfinu. Yttrín er silfraður, málmkenndur hliðarmálmur. Það er algengt í lantaníðagrýti en finnst aldrei í hreinu formi. Eina stöðuga samsæta yttríns, 89Y, er líka sú eina sem finnst í náttúrunni.

 Skandín 
StrontínYttrínSirkon
 Lantan 
EfnatáknY
Sætistala39
EfnaflokkurHliðarmálmur
Eðlismassi4472,0 kg/
HarkaÓþekkt
Atómmassi88,90585 g/mól
Bræðslumark1799,0 K
Suðumark3609,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Tvö efnasambönd þess eru notuð í ljómefni til að gera rauða litinn í litasjónvörpum og ljóstvistum. Yttrín er líka notað í rafskaut, raflausnir, rafsíur, leysigeislatæki og ofurleiðara.

Einkenni

Yttrín er gljáandi, silfurlitur, kristallskenndur málmur. Það er fyrsti málmurinnn í fjórðu lotu d-blokk lotukerfisins.

Hreinn yttrínmassi er tiltölulega stöðugur vegna oxíðfilmu (Y2O3) sem myndast utaná honum. Fínrifið yttrín er hins vegar mjög óstöðugt og hvarfast auðveldlega við loft. Yttrínsvarf getur brunnið fyrirvaralaust með snertingu við loft í yfir 400 °C hita.

Notkun

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.