10. apríl

dagsetning
MarAprílMaí
SuÞrMiFiLa
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930
2024
Allir dagar


10. apríl er 100. dagur ársins (101. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 265 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 428 - Nestoríos varð patríarki í Konstantínópel.
  • 847 - Leó 4. varð páfi.
  • 1045 - Benedikt 9. varð páfi.
  • 1555 - Marsellus 2. varð páfi.
  • 1607 - Jakob 1. stofnaði tvö Virginíufélög, í London og Plymouth, með einkaleyfi á verslun við nýlendurnar í Nýja heiminum.
  • 1656 - Kirkjubólsmálið: Feðgarnir Jón Jónsson eldri og Jón Jónsson yngri frá Kirkjubóli í Skutulsfirði voru brenndir á báli fyrir galdur eftir kæru síra Jóns Magnússonar prests á Eyri í Skutulsfirði.
  • 1710 - Fyrstu höfundarréttarlögin, kennd við Önnu drottningu, gengu í gildi í Bretlandi.
  • 1782 - Taksin, konungur Síam, var hálshöggvinn eftir stjórnarbyltingu. Rama 1. tók við kórónunni.
  • 1790 - Bandaríkin tóku í notkun einkaleyfakerfi.
  • 1815 - Eldfjallið Tambora á eyjunni Sumbabwa í Indónesíu gaus.
  • 1886 - Magnús Stephensen var skipaður landshöfðingi 49 ára gamall.
  • 1912 - Titanic lagði úr höfn í Southampton á Englandi.
  • 1933 - Togarinn Skúli fógeti strandaði vestan við Staðarhverfi í Grindavík. Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík bjargaði alls 24 mönnum með fluglínutækjum en 12 menn fórust og höfðu þeir allir farist áður en björgunarmenn komu á vettvang.
  • 1938 - Édouard Daladier varð forsætisráðherra Frakklands.
  • 1940 - Alþingi fól ríkisstjórninni konungsvald eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku.
  • 1941 - Bandaríkin hernámu Grænland.
  • 1956 - Friðrik 9. Danakonungur og Ingiríður drottning hans komu í fjögurra daga opinbera heimsókn til Íslands.
  • 1970 - Paul McCartney gaf út yfirlýsingu þess efnis að Bítlarnir væru hættir.
  • 1972 - Samningur um bann við þróun, framleiðslu og söfnun sýkla- og eiturvopna og um eyðingu þeirra var undirritaður af um 70 löndum í Washington-borg.
  • 1972 - Fimm þúsund létust í jarðskjálfta sem mældist 7,0 á Richter í Fars í Íran.
  • 1974 - Grindavík, Bolungarvík, Dalvík og Eskifjörður urðu kaupstaðir með lögum. Seltjarnarnes varð kaupstaður daginn áður.
  • 1974- Golda Meir sagði af sér sem forsætisráðherra Ísraels.
  • 1979 - 42 létust þegar fellibylur gekk yfir Wichita Falls í Texas.
  • 1981 - Fjölflokkakerfi var tekið upp í Túnis.
  • 1985 - Madonna hóf tónleikaferðalagið The Virgin Tour.
  • 1988 - Stóra Setóbrúin yfir Setóhaf í Japan var opnuð.
  • 1990 - Kvikmyndin The Juniper Tree var frumsýnd í Bandaríkjunum.
  • 1991 - 140 létust þegar farþegaferjan Moby Prince rakst á olíuflutningaskipið Agip Abruzzo í þoku við höfnina í Livorno á Ítalíu.
  • 1992 - Írski lýðveldisherinn stóð fyrir sprengjutilræði í Baltic Exchange í London. 3 létust og 91 særðust.
  • 1993 - Suðurafríski baráttumaðurinn Chris Hani var myrtur.
  • 1998 - Föstudagssáttmálinn var undirritaður á Norður-Írlandi.
  • 2008 - Í Nepal fóru fram kosningar til stjórnlagaþings til að semja nýja lýðveldisstjórnarskrá.
  • 2010 - Lech Kaczyński, forseti Póllands fórst í flugslysi ásamt 95 öðrum í grennd við borgina Smolensk í Rússlandi. Kaczyński var á leið til Smolensk til að taka þátt í minningarathöfn í tilefni þess að 70 ár voru liðin frá Katyn-fjöldamorðunum.
  • 2014 - Evrópuráðið svipti Rússland atkvæðisrétti sínum tímabundið vegna innlimunar Krímskaga.
  • 2016 - Yfir 100 létust í hofbruna í Kerala á Indlandi.
  • 2019 – Fyrsta staðfesta ljósmyndin af svartholi sem náðst hefur var kynnt.
  • 2020 – Geimkönnunarfarið BepiColombo hóf ferð sína til Venus.
  • 2020 – Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu 504 milljarða evra lánapakka til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum faraldursins.

Fædd

Dáin