16. apríl

dagsetning
MarAprílMaí
SuÞrMiFiLa
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930
2024
Allir dagar


16. apríl er 106. dagur ársins (107. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 259 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 69 - Vitellius varð keisari Rómar eftir lát Othos.
  • 556 - Pelagíus 1. varð páfi.
  • 1055 - Viktor 2. varð páfi.
  • 1071 - Robert Guiscard lagði Barí undir sig sem var síðasta borgin á Suður-Ítalíu undir yfirráðum Austrómverska ríkisins.
  • 1203 - Filippus 2. Frakkakonungur reið inn í Rúðuborg sem varð til þess að Normandí sameinaðist Frakklandi.
  • 1594 - Ferdinando Stanley, jarl af Derby, dó skyndilega, líklega drepinn með eitri. Hann var þá annar í erfðaröðinni (næstur á eftir móður sinni) að bresku krúnunni samkvæmt því sem Hinrik 8. hafði mælt fyrir í erfðaskrá sinni,
  • 1899 - Franska spítalaskipið St. Paul strandaði við Meðalland.[1]
  • 1915 - Gullfoss, fyrsta skip Eimskipafélags Íslands og jafnframt fyrsta vélknúna millilandaskipið sem smíðað var fyrir Íslendinga, kom til Reykjavíkur.
  • 1919 - Mahatma (Mohandas) Gandhi skipulagði dag föstu og bæna til að mótmæla fjöldamorðum Breta á indverskum mótmælendum í Amritsar.
  • 1946 - Sýrland hlaut sjálfstæði.
  • 1947 - Geysileg sprenging varð í ammoníumnítratfarmi skips sem lá við bryggju í Texas City í Texas. 552 fórust og um 3000 manns slösuðust.
  • 1954 - AA-samtökin á Íslandi voru stofnuð.
  • 1957 - Bæjarráð Reykjavíkur samþykkti að friða Árbæ og næsta nágrenni hans og gera að almenningsgarði.
  • 1970 - Önnur umferð SALT-viðræðnanna hófst.
  • 1972 - Tunglfarinu Appollo 16 var skotið á loft.
  • 1975 - Hosni Mubarak var skipaður varaforseti Egyptalands.
  • 1988 - Japanska teiknimyndin Nágranninn minn Totoro var frumsýnd.
  • 1988 - Ítalski þingmaðurinn Roberto Ruffilli var myrtur af Rauðu herdeildunum.
  • 1992 - Olíuflutningaskipið Katina P sigldi í strand skammt frá Mapútó í Mósambík með þeim afleiðingum að sextíu þúsund lítrar af olíu fóru í sjóinn.
  • 1992 - Uppreisnarmenn steyptu forseta Afganistan, Mohammad Najibullah, af stóli og tóku hann höndum sem leiddi til borgarastyrjaldar.
  • 1993 - Srebrenica í Bosníu var lýst „öryggissvæði Sameinuðu þjóðanna“.
  • 1993 - Ahmići-blóðbaðið átti sér stað þegar yfir hundrað Bosníumúslima voru myrtir af Bosníukróötum í Lašva-dal.
  • 1994 - Steingrímur Hermannsson og Eiríkur Guðnason voru skipaðir seðlabankastjórar.
  • 1994 - Finnar samþykktu aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fædd

Dáin

Tilvísanir