Lou Gehrig-sjúkdómur

Lou Gehrig-sjúkdómur eða ALS (e. amylotrophic lateral sclerosis) er taugahrörnunarsjúkdómur og er algengasta form hreyfitaugahrörnunar (MND). Þeir sem þjást af ALS eru með skaddaða efri og neðri heilataugar. Sjúkdómurinn er kenndur við bandaríska hafnarboltaleikmanninn Lou Gehrig en hann lést af völdum sjúkdómsins árið 1941.

Algengast er að menn veikist af ALS eða öðrum gerðum af MND eftir fimmtugt. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að aðeins viljastýrðir vöðvar verða fyrir áhrifum. Fyrstu einkenni eru oftast slappleiki í vöðvum í fótum og höndum og krampar í fótum og höndum og tal verður erfiðara. Sjúkdómurinn er ólæknandi. Lyfið Rilutek hefur verið notað til að lengja líf sjúklinga.Stephen Hawking var greindur með ALS skömmu fyrir 21 árs aldur.

Heimild

  • „Hvað er Lou Gehrigs-sjúkdómur og er hægt að lækna hann?“. Vísindavefurinn.
  • Rilutek