National Football League

NFL (eða National Football League) er aðaldeild Ameríska fótboltans í Bandaríkjunum. Deildin samanstendur af 32 liðum, hvaðanæva úr Bandaríkjunum. Deildinni er skipt í tvær minni deildir, Ameríkudeildina (en:American Football Conference (AFC)) og Þjóðardeildina (en:National Football Conference (NFC)). Þessum tveim deildum er síðan aftur skipt niður í norður, suður, austur og vestur riðla og eru fjögur lið í hverjum riðli, eða samtals 32. Fyrir upphaf hvers tímabils spilar lið fjórir æfingaleiki. Þegar að tímabil byrjar spilar lið 16 deildarleiki og eftir það komast tólf lið (sex úr AFC, sex úr NFC) í umspil. Umspilið endar síðan í úrslitaleik á milli sigurvegara AFC deildarinnar og sigurvegara NFC deildarinnar, sá leikur er jafnframt kallaður Super Bowl, og er spilaður í lok janúar eða upphafi febrúar.

National Football League
ÍþróttAmerískur fótbolti
Stofnuð1920
Fjöldi liða32
LandMerki NFL deildarinnar Bandaríkin
Núverandi meistararKansas City Chiefs
Sigursælasta liðiðGreen Bay Packers 13 titlar
Opinber heimasíðawww.nfl.com
Þessi grein er um NFL deildina. Sjá aðgreniningarsíðu fyrir aðrar notkunir: NFL (aðgreining).

Saga

Árið 1920 var deildin stofnuð undir nafninu American Professional Football Association. Tveim árum seinna, árið 1922, var nafninu breytt í National Football League og stendur það nafn enn í dag. Deildin er ein af stærstu íþróttadeildum í Norður-Ameríku. Deildin er einnig í sér klassa hvað varðar áhorfendafjölda og árið 2005 voru 67 593 áhorfendur að meðaltali á hverjum leik, en það eru t.d. 25 000 fleiri manneskjur að meðaltali á leik en var í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Bundesliga.

Lið í NFL

Það eru 32 lið í NFL deildinni. Hvert lið má hafa mest 53 leikmenn á meðan á hverju tímabili stendur. Þetta er eina stóra deildin í Bandaríkjunum þar sem að öll liðið eru frá Bandaríkjunum, en í öðrum tilvikum eru lið frá Kanada með í Bandarískum deildarkeppnum. Þetta má útskýra með því að kanadískur fótbolti, er meira spilaður þar. Hann er nokkuð frábrugðinn amerískum fótbolta, þó að hann minni mjög á hann.

Flestar stórborgir Bandaríkjanna hafa lið í NFL deildinni. Undantekning á því eru borgin San Antonio í Texas. San Antonio hefur þó lið í NBA deildinni.

Frá og með tímabilinu 2002 eru eftirfarandi lið í NFL:

Ameríkudeildin
RiðillLiðLeikvangurBorg/Fylki
AusturBuffalo BillsNew Era FieldOrchard Park, New York (Buffalo)
Miami DolphinsHard Rock StadiumMiami Gardens, Florida (Miami)
New England PatriotsGillette StadiumFoxborough, Massachusetts (Boston)
New York JetsMetLife StadiumEast Rutherford, New Jersey (New York-borg)
NorðurBaltimore RavensM&T Bank StadiumBaltimore, Maryland
Cincinnati BengalsPaul Brown StadiumCincinnati, Ohio
Cleveland BrownsFirstEnergy StadiumCleveland, Ohio
Pittsburgh SteelersHeinz FieldPittsburgh, Pennsylvania
SuðurHouston TexansNRG StadiumHouston, Texas
Indianapolis ColtsLucas Oil StadiumIndianapolis, Indiana
Jacksonville JaguarsEverBank FieldJacksonville, Florida
Tennessee TitansNissan StadiumNashville, Tennessee
VesturDenver BroncosSports Authority Field at Mile HighDenver, Colorado
Kansas City ChiefsArrowhead StadiumKansas City, Missouri
Las Vegas RaidersAllegiant StadiumParadise, Nevada
Los Angeles ChargersDignity Health Sports ParkCarson, Kalifornía
Þjóðardeildin
RiðillLiðLeikvangurBorg/Fylki
AusturDallas CowboysAT&T StadiumArlington, Texas (Dallas)
New York GiantsMetLife StadiumEast Rutherford, New Jersey (New York-borg)
Philadelphia EaglesLincoln Financial FieldPhiladelphia, Pennsylvania
Washington CommandersFedExFieldLandover, Maryland (Washington, D.C.)
NorðurChicago BearsSoldier FieldChicago, Illinois
Detroit LionsFord FieldDetroit, Michigan
Green Bay PackersLambeau FieldGreen Bay, Wisconsin
Minnesota VikingsU.S. Bank StadiumMinneapolis, Minnesota
SuðurAtlanta FalconsMercedes-Benz StadiumAtlanta, Georgia
Carolina PanthersBank of America StadiumCharlotte, North Carolina
New Orleans SaintsMercedes-Benz SuperdomeNew Orleans, Louisiana
Tampa Bay BuccaneersRaymond James StadiumTampa, Flórída
VesturArizona CardinalsUniversity of Phoenix StadiumGlendale, Arizona (Phoenix)
Los Angeles RamsLos Angeles Memorial ColiseumLos Angeles, Kalifornía
San Francisco 49ersLevi's StadiumSanta Clara, Kalifornía (San Francisco)
Seattle SeahawksCenturyLink FieldSeattle, Washington

Heimildir

National Football League
AFCAusturNorðurSuðurVestur
Buffalo BillsBaltimore RavensHouston TexansDenver Broncos
Miami DolphinsCincinnati BengalsIndianapolis ColtsKansas City Chiefs
New England PatriotsCleveland BrownsJacksonville JaguarsLas Vegas Raiders
New York JetsPittsburgh SteelersTennessee TitansLos Angeles Chargers
NFCAusturNorðurSuðurVestur
Dallas CowboysChicago BearsAtlanta FalconsArizona Cardinals
New York GiantsDetroit LionsCarolina PanthersLos Angeles Rams
Philadelphia EaglesGreen Bay PackersNew Orleans SaintsSan Francisco 49ers
Washington CommandersMinnesota VikingsTampa Bay BuccaneersSeattle Seahawks
Super Bowl | Pro Bowl