20. júní

dagsetning
MaíJúníJúl
SuÞrMiFiLa
1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30
2024
Allir dagar


20. júní er 171. dagur ársins (172. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 194 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 1198 - Bein Þorláks Þórhallssonar voru tekin upp og áheit á þau leyfð.
  • 1325 - Astekar stofnuðu borgina Tenochtitlán.
  • 1347 - Bretónska erfðastríðið: Lið Karls af Blois beið lægri hlut fyrir enskum sveitum undir stjórn sir Thomas Dagworth og Karl var tekinn höndum.
  • 1448 - Karl Knútsson Bonde var kjörinn konungur Svíþjóðar.
  • 1589 - Þýskir kaupmenn fengu leyfi til að hefja verslunarrekstur á Djúpavogi.
  • 1605 - Fals-Dimítríj hélt inn í Moskvu ásamt stuðningsmönnum sínum.
  • 1627 - Tyrkjaránið í Grindavík: Sjóræningjar undir stjórn Murat Reis hernámu fimmtán Grindvíkinga.
  • 1631 - Sjóræningjar frá Barbaríinu undir stjórn Murat Reis rændu þorpið Baltimore á Írlandi.
  • 1639 - Kirsten Svendsdatter fann lengra gullhornið í Møgeltønder á Jótlandi.
  • 1667 - Giulio Rospigliosi varð Klemens 9. páfi.
  • 1685 - Uppreisn Monmouths: James Scott, 1. hertogi af Monmouth, óskilgetinn sonur Karls 2. Englandskonungs, lýsti sjálfan sig konung Englands.
  • 1750 - Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson gengu fyrstir manna svo vitað sé á Heklutind. Þar fundu þeir hvorki dyr vítis né flögrandi illfygli yfir gígum, sem þjóðtrúin hélt fram að væru þar.
  • 1791 - Loðvík 16. Frakkakonungur reyndi að flýja með fjölskyldu sína frá París. Þau náðust í Varennes.
  • 1837 - Viktoría varð drottning Bretlands.
  • 1890 - Þúsund ár voru liðin frá landnámi Eyjafjarðar og var þess minnst með héraðshátíð á Oddeyri.
  • 1904 - Bílaöld hófst á Íslandi er fyrsti bíllinn kom til landsins. Bíllinn var gamalt og slæmt eintak af gerðinni Cudel og gerði ekki mikla lukku.
  • 1923 - Á Íslandi voru samþykkt lög um skemmtanaskatt, sem renna skyldi í sjóð til byggingar Þjóðleikhúss.
  • 1928 - Spænska knattspyrnufélagið Real Valladolid var stofnað.
  • 1936 - Kristján 10. konungur Íslands og Danmerkur lagði hornstein að virkjunarhúsinu við Ljósafoss. Ljósafossvirkjun var tekin í notkun í október rúmu ári síðar.
  • 1937 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
  • 1954 - Ásmundur Guðmundsson var vígður biskup yfir Íslandi og gegndi hann þeirri stöðu í 5 ár.
  • 1969 - Slippstöðin á Akureyri sjósetti strandferðaskipið Heklu, sem var stærsta skip sem smíðað hafði verið á Íslandi, 950 tonn.
  • 1970 - Listahátíð í Reykjavík var sett í fyrsta sinn. Margir listamenn komu fram, meðal þeirra voru hljómsveitin Led Zeppelin og Daniel Barenboim.
  • 1973 - Ezeiza-blóðbaðið: Hægrisinnaðir perónistar skutu á vinstrisinnaða perónista sem fögnuðu heimkomu Juan Perón úr útlegð á Spáni.
  • 1979 - Bandaríski fréttamaðurinn Bill Stewart var myrtur ásamt túlki sínum af þjóðvarðliða í Níkaragva. Morðið náðist á mynd af tökuliði Stewarts.
  • 1980 - Heimssöngvarinn Luciano Pavarotti söng í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Hlaut hann góðar viðtökur.
  • 1981 - Friðarganga á vegum herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar í Keflavík til Reykjavíkur.
  • 1982 - Falklandseyjastríðið: Ellefu manna herlið Argentínu á Suður-Sandvíkureyjum gafst upp fyrir Bretum.
  • 1985 - Arne Treholt var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir njósnir.
  • 1986 - Ronny Landin var barinn til bana í Svíþjóð af fjórum mönnum sem áreittu innflytjendur. Meðal árásarmanna var Klas Lund sem síðar var formaður Norrænu mótsstöðuhreyfingarinnar.

Fædd

Dáin

Hátíðir