24. júní

dagsetning
MaíJúníJúl
SuÞrMiFiLa
1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30
2024
Allir dagar


24. júní er 175. dagur ársins (176. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 190 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 2002 - Farþegalest og flutningalest skullu saman í Dódómahéraði í Tansaníu með þeim afleiðingum að 281 lést.
  • 2002 - Norsku regnhlífarsamtökin Oslo2002 skipulögðu stærstu mótmæli Noregs síðustu ára gegn Heimsbankanum á ABCDE-ráðstefnunni í Osló.
  • 2004 - Íslenska sjónvarpsstöðin Sirkus hóf útsendingar.
  • 2007 - Kanadíski glímukappinn Chris Benoit myrti eiginkonu sína, Nancy Daus, og son og framdi síðan sjálfsmorð.
  • 2007 - Íraski stjórnmálamaðurinn Ali Hassan al-Majid (Efnavopna-Alí) var dæmdur til dauða.
  • 2010 - Julia Gillard varð sjálfkjörin formaður ástralska verkamannaflokksins og varð forsætisráðherra Ástralíu eftir afsögn Kevin Rudd.
  • 2012 - Risaskjaldbakan Einmana Georg lést í Galápagos-þjóðgarðinum. Hann var síðasti einstaklingurinn sem eftir var af Pintaeyjarundirtegundinni.
  • 2018 - Konur fengu leyfi til að aka bíl í Sádi-Arabíu.
  • 2021 - 89 létust þegar fjölbýlishús í Surfside í Flórída hrundi.

Fædd

Dáin

Hátíðir