20. maí

dagsetning
AprMaíJún
SuÞrMiFiLa
1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031
2024
Allir dagar


20. maí er 140. dagur ársins (141. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 225 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 1217 - Her Hinriks 3. Englandskonungs vann sigur á uppreisnarmönnum og her Loðvíks Frakklandsprins í orrustunni við Lincoln.
  • 1285 - Giacomo Savelli varð Honóríus 4. páfi.
  • 1471 - Játvarður 4. varð konungur Englands eftir morðið á Hinriki 6..
  • 1498 - Vasco da Gama kom til Kalíkút á Indlandi. Hann var fyrstur Evrópubúa til að komast þangað með því að sigla suður fyrir Afríku.
  • 1501 - Portúgalinn João da Nova uppgötvaði eyjuna Asunción í Indlandshafi.
  • 1570 - Abraham Ortelius gaf út fyrstu nútímalandabréfabókina.
  • 1631 - Þrjátíu ára stríðið: Magdeburg féll fyrir keisaraher Tillys og Pappenheims.
  • 1802 - Síðustu stúdentarnir voru útskrifaðir úr Hólaskóla.
  • 1818 - Siglufjörður varð löggiltur verslunarstaður.
  • 1889 - Ítalía gerðist aðili að bandalagi Miðveldanna í Evrópu.
  • 1902 - Yfirráðum Bandaríkjanna yfir Kúbu lauk.
  • 1840 - Kristján 8. konungur gaf fyrirheit um endurreisn fulltrúaþings á Íslandi og gekk það eftir 5 árum síðar.
  • 1922 - Vinna hófst við Flóaáveituna og voru það mestu áveituframkvæmdir á Íslandi.
  • 1927 - Charles Lindbergh lagði upp í flugferð sína yfir Atlantshafið.
  • 1944 - Þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveldisstofnun á Íslandi hófst og stóð í fjóra daga.
  • 1966 - Gengið var í land á Jólni við Surtsey og var eyjan þá 35 m há, en hún hvarf í hafið næsta vetur.
  • 1973 - Ísland bannaði lendingar breskra herþota á Keflavíkurflugvelli.
  • 1974 - Háskólinn í Óðinsvéum sæmdi Kristján Eldjárn heiðursdoktorsnafnbót.
  • 1977 - Austurlandahraðlestin til Istanbúl lagði upp í sína síðustu ferð kl. 23:53 frá Gare de Lyon í París.
  • 1979 - „Íslenskt mál“, þáttur í umsjón Gísla Jónssonar, hóf göngu sína í Morgunblaðinu.
  • 1986 - Sex forvígismenn Hafskipa voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á meðan meint brot þeirra voru rannsökuð.
  • 1989 - Stjórn Alþýðulýðveldisins Kína lýsti yfir gildistöku herlaga í Beijing.
  • 1996 - Mafíuforinginn Giovanni Brusca var handtekinn á Sikiley.
  • 1999 - Rauðu herdeildirnar myrtu Massimo D'Antona ráðgjafa atvinnumálaráðherra Ítalíu.

Fædd

Dáin