22. maí

dagsetning
AprMaíJún
SuÞrMiFiLa
1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031
2024
Allir dagar

22. maí er 142. dagur ársins (143. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 223 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 2013 - Flóðin í Austur-Noregi 2013: Hluti bæjarins Kvam í Guðbrandsdal í Noregi eyðilagðist í flóðum.
  • 2014 - Taílandsher steypti bráðabirgðastjórn Niwatthamrong Boonsongpaisan af stóli eftir að henni hafði mistekist að taka á óeirðum í landinu.
  • 2014 - Alþýðulýðveldin Luhansk og Donetsk lýstu yfir stofnun Nýja-Rússlands.
  • 2016 - Alexander Van der Bellen sigraði forsetakosningar í Austurríki sem síðar voru ógiltar og haldnar að nýju.
  • 2017 - Hryðjuverkin í Manchester árið 2017: Yfir 20 létust þegar sprengja sprakk á tónleikum Ariönu Grande í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester á Englandi.
  • 2020 – Pakistan International Airlines flug 8303 hrapaði við Karachi með þeim afleiðingum að 97 létust og tugir slösuðust á jörðu niðri.
  • 2021 - Ítalska hljómsveitin Måneskin sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 með laginu „Zitti e buoni“.
  • 2021 – Eldfjallið Nyiragongo í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó hóf eldgos og náði hraunflæðið að útjaðri borgarinnar Goma. Hundruð þúsunda íbúa flúðu heimili sín, á fjórða tug létust og hús urðu undir hrauni.

Fædd

Dáin