9. júlí

dagsetning
JúnJúlíÁgú
SuÞrMiFiLa
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031
2024
Allir dagar


9. júlí er 190. dagur ársins (191. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 175 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 975 - Játvarður píslarvottur varð konungur Englands.
  • 1357 - Hornsteinn var lagður að Karlsbrúnni í Prag.
  • 1711 - Pétur mikli Rússakeisari var umkringdur ásamt herliði sínu af fjölmennum tyrkneskum her við ána Prut.
  • 1749 - Bærinn Halifax á Nova Scotia var stofnaður.
  • 1762 - Katrín mikla varð keisaraynja Rússlands eftir að maður hennar, Pétur 3. hafði verið þvingaður til að segja af sér.
  • 1790 - 300 sænsk og rússnesk skip börðust í mikilli sjóorrustu við Svensksund. Svíar höfðu betur og hertóku þriðjung rússneska flotans og 6000 Rússa, en 3500 féllu. Aðeins 304 Svíar létu lífið.
  • 1810 - Napóleon innlimaði Holland í Frakkland.
  • 1816 - Argentína lýsti yfir sjálfstæði.
  • 1850 - Millard Fillmore, tók við embætti forseta Bandaríkjanna við lát Zachary Taylor.
  • 1916 - Vopnaður enskur togari tók farþegaskipið Flóru á leið frá Reykjavík til Siglufjarðar með 100 farþega innanborðs og var því siglt til Bretlands. Farþegarnir voru sendir heim með öðru skipi síðar í sama mánuði.
  • 1940 - Mikið haglél gerði í Hrunamannahreppi og stífluðust lækir af aurburði.
  • 1946 - Skemmtigarðurinn Tívolí í Reykjavík var opnaður. Þar voru meðal annars bílabraut, hringekja, Parísarhjól og danspallur.
  • 1958 - Jarðskjálfti reið yfir í Alaska, 7,5 á Richter. Geysimikil skriða féll ofan í þröngan fjörð, Lituya Bay, og olli flóðbylgju sem náði 520 metra hæð.
  • 1961 - Félagsheimilið Aratunga í Bláskógabyggð var vígt.
  • 1975 - Borgarastyrjöldin í Angóla hófst.
  • 1976 - Hitamet var slegið í Reykjavík þegar hiti mældist 24,3 °C.
  • 1979 - Bílasprengja eyðilagði bíl nasistaveiðaranna Serge og Beate Klarsfeld í Frakklandi. Skilaboð sem sögð voru frá ODESSA-samtökunum lýstu ábyrgð á hendur þeim.
  • 1981 - Japanski tölvuleikurinn Donkey Kong kom út fyrir spilakassa.
  • 1982 - Pan Am flug 759 hrapaði yfir Kenner í Louisiana með þeim afleiðingum að 146 farþegar létust og 8 á jörðu niðri.
  • 1989 - Vesturþýsku tennisleikararnir Steffi Graf og Boris Becker unnu til verðlauna á Wimbleton-meistaramótinu.
  • 1991 - Suður-Afríka fékk þátttökurétt á Ólympíuleikunum eftir afnám aðskilnaðarstefnunnar.
  • 1995 - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: 125 létust þegar flugher Srí Lanka varpaði sprengjum á kirkju í Navaly.

Fædd

Dáin