6. júlí

dagsetning
JúnJúlíÁgú
SuÞrMiFiLa
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031
2024
Allir dagar


6. júlí er 187. dagur ársins (188. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 178 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 2005 - Evrópuþingið hafnaði tillögu að tilskipun um einkaleyfi á tölvuforritum.
  • 2006 - Fjallaskarðið Nathu La á landamærum Kína og Indlands var opnað að nýju eftir að hafa verið lokað í 44 ár.
  • 2013 - Í Yobe-fylki í Nígeríu réðust hryðjuverkamenn úr Boko Haram inn í skóla og brenndu 42 kennara og nemendur lifandi.
  • 2013 - Járnbrautarslysið við Lac-Mégantic: Bensínflutningavagnar í járnbrautarlest við Lac-Mégantic í Kanada sprungu með þeim afleiðingum að 42 létust.
  • 2016 - Snjallsímaleikurinn Pokémon Go kom út.
  • 2018 - Shoko Asahara og sex aðrir meðlimir japönsku hryðjuverkasamtakanna Aum Shinrikyo voru teknir af lífi.
  • 2018 - Bandarískir tollar á kínverskar innflutningsvörur að andvirði 34 milljarða dala tóku gildi. Kínverjar ásökuðu Bandaríkjamenn um að hrinda af stað stærsta viðskiptastríði sögunnar.
  • 2019 - Bandaríski fjárfestirinn Jeffrey Epstein var handtekinn og ákærður fyrir mansal og kynlífsþrælkun.

Fædd

Dáin