18. apríl

dagsetning
MarAprílMaí
SuÞrMiFiLa
123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930
2024
Allir dagar


18. apríl er 108. dagur ársins (109. á hlaupári) samkvæmt gregoríanska tímatalinu. 257 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 2014 - 16 nepalskir fjallaleiðsögumenn fórust þegar snjóflóð féll í Everestfjalli nærri grunnbúðum Everest.
  • 2015 - Hópar fólks réðust gegn erlendu verkafólki í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.
  • 2016 - Olíu- og gasvinnslusvæðið Golíatsvæðið í Noregshafi var formlega tekið í notkun.
  • 2016 - Sænski ráðherrann Mehmet Kaplan sagði af sér eftir að í ljós kom að hann hafði haldið ramadan hátíðlegan með hátt settum meðlimi tyrknesku nýfasistasamtakanna Gráu úlfanna.
  • 2018 - Mótmæli gegn breytingum á almannatryggingalögum hófust í Níkaragva. Talið er að 34 hafa fallið fyrir hendi lögreglu í mótmælunum.
  • 2018 - Kvikmyndahús voru opnuð í Sádi-Arabíu í fyrsta sinn frá 1983. Fyrsta myndin sem sýnd var var Svarti pardusinn.
  • 2018 - Geimferðastofnun Bandaríkjanna skaut rannsóknargervihnettinum Transiting Exoplanet Survey Satellite á loft.
  • 2021 - Tólf knattspyrnufélög úr efstu deildum Evrópu samþykktu þátttöku í evrópskri ofurdeild. Ákvörðunin var víða fordæmd og mörg þeirra drógu stuðning sinn til baka nokkrum dögum síðar.
  • 2022 - Orrustan um Donbas hófst í Úkraínu.

Fædd

Dáin