19. ágúst

dagsetning
JúlÁgústSep
SuÞrMiFiLa
123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
2024
Allir dagar

19. ágúst er 231. dagur ársins (232. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 134 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir

  • 14 - Tíberíus tók við völdum sem Rómarkeisari eftir lát Ágústusar.
  • 1305 - Loðvík 10. Frakkakonungur gekk að eiga Klementíu af Ungverjalandi.
  • 1399 - Ríkharður 2. Englandskonungur gafst upp fyrir Hinriki Bolingbroke og afsalaði sér krúnunni.
  • 1493 - Maximilían varð keisari hins Heilaga rómverska ríki.
  • 1561 - María Skotadrottning sneri heim frá Frakklandi, þar sem hún hafði alist upp.
  • 1572 - Hinrik 3. af Navarra giftist Margréti af Valois, systur Karls 9. Frakkakonungs.
  • 1745 - Uppreisn Jakobíta hófst í Skotlandi.
  • 1809 - Jörundur hundadagakonungur afsalaði sér völdum á Íslandi.
  • 1871 - Alþingismenn stofnuðu Hið íslenska þjóðvinafélag til þess að efla meðvitund Íslendinga um þjóðerni sitt.
  • 1919 - Afganistan varð sjálfstætt ríki.
  • 1939 - Blindrafélagið var stofnað á Íslandi.
  • 1949 - Kvikmyndafyrirtækið Edda-Film var stofnað í Reykjavík.
  • 1956 - Á Hólum í Hjaltadal var haldin hátíð í minningu þess að 850 ár voru liðin frá stofnun biskupsstóls þar.
  • 1959 - Fyrstu símsendu myndirnar í íslensku dagblaði birtust í Morgunblaðinu og voru þær frá landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn daginn áður. Leiknum lauk með jafntefli.
  • 1963 - Sæsímastrengurinn Icecan var tekinn í notkun.
  • 1964 - Kvikmynd Bítlanna, A Hard Day's Night, var frumsýnd í Tónabíói á Íslandi og sló öll fyrri sýningarmet.
  • 1971 - Herforingjabylting í Bólivíu kom Hugo Banzer til valda.
  • 1980 - Yfir 300 manns létust þegar kviknaði í Saudia flugi 163 í Riyadh.
  • 1981 - Sidraflóaatvikið 1981: Tvær líbískar orrustuþotur voru skotnar niður af bandarískum orrustuþotum yfir Sidraflóa.
  • 1987 - Hungerford-fjöldamorðin: Michael Ryan skaut 16 manns til bana í Bretlandi.
  • 1987 - Konur gátu í fyrsta sinn fengið sokkabandsorðuna í Bretlandi.
  • 1989 - Friðarsamkoman Samevrópska lautarferðin var haldin á landamærum Austurríkis og Ungverjalands.
  • 1989 - Kólumbíska lögreglan hóf handtökur 11.000 grunaða eiturlyfjasala vegna morða á háttsettum embættismönnum og forsetaframbjóðanda.
  • 1990 - Leonard Bernstein stjórnaði sínum síðustu tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Boston.
  • 1991 - Ágústvaldaránið í Sovétríkjunum: Átta sovéskir embættismenn og herforingjar rændu Mikhaíl Gorbatsjev. Boris Jeltsín hélt fræga ræðu ofan af skriðdreka við þinghúsið í Moskvu.
  • 1993 - Veiðar íslenskra togara hófust í Smugunni svonefndu, sem er hafsvæði á milli fiskveiðilögsagna Noregs og Rússlands. Áður höfðu Færeyingar veitt þar undir hentifána.
  • 1993 - Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, kom í opinbera heimsókn til Íslands.
  • 1996 - Netscape Navigator 3.0 kom út. Þetta var fyrsti vafrinn með innbyggðan JavaScript-túlk.
  • 1999 - Tugþúsundir mótmælenda í Belgrad kröfðust þess að Slobodan Milošević segði af sér sem forseti Júgóslavíu.
  • 2002 - Téténskir skæruliðar skutu niður rússneska þyrlu við Kankala. 118 hermenn létust.
  • 2003 - Bílasprengja sprakk í hverfi Sameinuðu þjóðanna í Bagdad með þeim afleiðingum að 22 létust, þar á meðal sérstakur sendimaður Sþ í Írak, Sergio Vieira de Mello.
  • 2003 - 23 létust og 100 særðust þegar sjálfsmorðssprengjumaður á vegum Hamas gerði árás á strætisvagn í Jerúsalem.
  • 2008 - Rauðhumla sást í fyrsta sinn á Íslandi.
  • 2010 - Síðustu bandarísku bardagasveitirnar yfirgáfu Írak en um 50.000 hermenn voru áfram í landinu.
  • 2020 – Malíski herinn framdi valdarán gegn forsetanum Ibrahim Boubacar Keïta.

Fædd

Dáin